<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 08, 2006

Svabbahelgi... 

Átti aldrei þessu vant hálfgerða Svabbahelgi. Við fjélagarnir fórum í pool á föstudaginn og sýndum snilldartilþrif og þvílíka takta. Ég er ekki frá því að maður verði betri af því að horfa á World Pool Masters! Segi svona... en við rifjuðum upp tímabilið þegar við vorum alltaf að 'hösla' í Poolinu uppá Skaga þegar við buðum strákum að spila á móti okkur í tvíliða leik. Tókum nokkra svoleiðis og tókum þá alltaf í bakaríið... ekkert nema rúnstykki og kjallarabollur!
Eníhú... sá nokkuð skondið sjóv þarna þegar það komu inn 3 pólskar 'dömur' í fylgd með einum herra... þeir urðu reyndar þrír þegar leið á kvöldið... en þarna sá maður greinilega að fataúrvalið í Hagkaup og hjálpartækjabúðunum eiga samleið. Án þess að tíunda það eitthvað frekar.
Fórum svo upp á Skaga í gær og gistum í 'bústaðnum' hennar mömmu Rokk. Allt til alls, eins og í mjög vel útbúnum bústað: pottur, grill, sturta, rúm, hlýjar sængur, svefnherbergi sem var kælt vel niður fyrir frostmark og lítið grátt ljón (sem lét lítið fyrir sér fara). Við (ég skvo...) elduðum dýrindismat, fengum okkur rauðvín með matnum og spiluðum svo langt fram á nótt. Alveg eins og í sumarbústað! Ágætt að vera þó kominn í bæinn þó svo að það væri ljúfara líf ef lærdómurinn hjéingi (hjéingikjöt) ekki yfir manni :|
Annars bara frekar brjáluð vika framundan og allt gott um það að segja bara...

Lag dagsins er Ten Years Gone með Led Zeppelin

This page is powered by Blogger. Isn't yours?