<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Mér finnst alveg svívirðulegt... 

að það hafi verið búinn til Frægir í form hérna heima. Í fyrsta lagi af því að þetta sýnir bara endalaust hvað íslensk þáttagerð er í mikilli lægð og í öðru lagi af því að Gaui litli er í þessu. Mér finnst bara verið að hlæja að fólki sem er of feitt vegna þess að ég er viss um að Gaui hafi efnast töluvert þegar hann setti á markað eitthvað rosa prógramm fyrir of feitt fólk sem hefur greinilega verið einhver skyndilausn. Ef við byggjum í JúEssEi þá væri svoleiðis búið að lögsækja á honum rassgatið að hann ætti ekkert í sig og á og þannig orðinn grannur. Í þriðja lagi af því að seinast í kvöld komu nýjar myndir af Árna Johnsen og hann hefur ekkert breyst. Í fjórða lagi af því bara!

Annars er bara að koma miður nóvember sem þýðir það að það er rétt rúmlega mánuður til jóla! Ég held að Karen sé lífshættulega veik af því að það er ekki búið að skreyta allt hérna hjá okkur hátt og lágt! Maður er aðeins farinn að hugsa út í jólagjafir... en ekki meira en það að vera búinn að ákveða að versla þær allar á Þorláksmessu.

Ég er með allar klær úti til þess að redda íslensk-náttúru-krydduðum-jólarjúpum þannig að þeir sem vita hvar hægt er að nálgast svoleiðis mega senda mér póst. Það þarf ekki meira til en að smella hér fyrir neðan á: Rokkarinn og þá fer allt í gang.

Mér finnst líka fyrir neðan allar hellur að þurfa að fara þýða kvikmyndaheitin. Hafa þessi pólitíkusar og ráðamenn bókstaflega ekkert þarfara að gera en að koma með einhverjar svona fáránlegar athugasemdir??? Kvikmyndin heitir þetta bara á frummáli og það er jafn fáránlegt að fara að þýða kvikmyndaheitin eins og að þýða nöfnin á leikurum og öðru starfsfólki kvikmyndaveranna. Mér finnst þetta fáránlegt vegna þess að kvikmyndirnar heita þetta á frummálinu, frummálinu sínu og þetta er bara einhver drullu-mix aðferð til þess að reyna að vera með puttana í öllu og sérstaklega einhverju sem skiptir ekki máli. Þegar ég var í danmörku á sínum tíma datt mér ekki til hugar að fara á myndina Kugeln með Dustin Hoffman m.a. en sjálfur á ég Sphere á DVD. Þetta á líka eftir að verða til þess að fólk, sem getur ekki klórað sig út úr þýðingum einhverra Jóna út í bæ, á eftir að lenda í stökustu vandræðum með að finna upplýsingar um myndirnar á t.d. IMDB, Rotten Tomatoes o.fl.

ÉG HELD AÐ ÞAÐ VÆRI NÆRRI LAGI AÐ HÆKKA LAUNIN HJÁ KENNURUM SVO AÐ AFKVÆMI ÞESSARA VITLAUSU PÓLITÍKUSA, SEM SKILJA EKKI ÚTLENSKU, GETI GERT SÉR NOKKRA GREIN FYRIR ÞVÍ HVAÐ KVIKMYNDIR HEITA Á FRUMMÁLI ÁN ÞESS AÐ ÞURFA AÐ LÝSA YFIR FÁFRÆÐI SINNI Í SJÓNVARPINU!!!

Lag dagsins er ASSHOLE með Dennis Leary AFTUR!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?