<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 20, 2006

Þú mátt fá kökusneið... en... 

þú mátt ekki borða kremið. Hvernig fer maður að því? Það er nú stóra spurningin... þetta er allaveganna tilfinningin sem maður fær þegar manni er boðið í mánudagsbíó á vegum Moggans en má samt ekki fara á neina skemmtilega mynd. Moggabíó er, fyrir þá sem ekki vita, boð af hálfu Morgunblaðsins og Sambíóanna þar sem allt að 4 er boðið 2fyrir1 á mynd í bíó hjá Sambíóunum. En það má samt ekki nota þetta tilboð á NúllNúllSjö - Casino Royal eða Borat. Ég færi hvort eð ekki á Borat þó mér væri borgað fyrir það. Var einmitt að ræða það við einn nemanda í dag sem bauðst til þess að bjóða mér í bíó. Ég afþakkaði boðið pent því að þessi karakter er bæði hundgamall úr Ali-G þáttunum og 'konseptið' á bak við þennan karakter hefur algjörlega verið eyðilagt fyrir mér með Johnny National og Sífyllis Nótt.

Ekki hef ég heldur mikinn áhuga á að fara á Flugdrengina (í þýðingu háttvirts menntamálaráðherra) og Pass (betur þekkt sem 'The Departed' eða Hinir föllnu sem er einmitt ekki í þýðingu háttvirts menntamálaráðherra). Þannig að Mogginn og Sambíóin - TAKK FYRIR EKKERT!!!

Plús það að ég er alveg fallinn frá þeirri tilhugsun að fara í bíó þegar maður þarf að greiða fyrir með líffærunum. Vissuð þið það að í Rúanda er hægt að fá starfhæfa lifur á c.a. 900 krónur! Þannig að ef maður væri laginn með hnífinn þá myndi maður geta vippað út eins og annarri lifrinni eða jafnvel brisinu til þess að greiða fyrir bíóferðina... Sem, skv. vísitölu neysluverðs er orðið að munaðarvöru!

Við kærustuparið horfðum á Er ég þriggja? (MI3 (Am I 3)) og The Road to Guantanamo í gær. Vægast sagt hefur maður styrkst í þeirri trú hversu miklir villimenn kanarnir geta verið og ég er ekki hissa á því að þremeningarnir Shafiq, Ruhel og Asif hafa orðið bókstafsmúslimar í kjölfar meðferðarinnar sem þeir fengu. Það kæmi mér líka ekki á óvart að þeir myndu seinna taka sig til, þegar þeir væru búnir að fá nóg af yfirgangi kananna og annarra, að þeir myndu hafa sig út í hryðjuverk. Það er nú einu sinni það sem ætlast er til af þeim!
Þetta minnir mig alltaf á lokin á Rambo 2. Þar kemur skýrum og stórum stöfum, áður en að kredit-listinn byrjar að rúlla: Deticated to the gallant people of Afganistan.
Af því að Afganistar voru hugrakkir áður en þeir fóru að nota vopnin sem bandaríkjamenn gáfu þeim gegn þeim sjálfum. Þetta kallast á góðri íslensku: Backfire.

Annars hef ég alltaf velt því fyrir mér hvort að múslimar séu ekki að gera löndum sínum og samtrúafólki sínu ekki gramt í geði með árásum sínum á aðra? Fyrir rest þá taka allir sig til við alhæfingar og þá verða allir þeir sem eru frá austantjaldslöndunum og múslimar hryðjuverkamenn og því réttdræpir. En þetta er kannski bara innan ramma eðlilegrar fórnfýsni þeirra sem telja sig vita betur... vitið þið hverja ég er að tala um?

Að endingu þá fór ég á laugardaginn að sjá heimildarmyndina: Sófakynslóðin sem er heimildarmynd um aktivisma á íslandi. Vægast sagt var þetta árshátíð ljóta fólksins en þetta kom samt eiginlega út um rassgatið á mér...
Mér finnst bara svona öfgamótmæli hálfvitaleg og þessi heimildarmynd er frekar einhliða hvað það varðar og svo ætla þau að fara að sýna þessa mynd í öllum framhaldsskólum á landinu. Það á eftir að koma alda af heilalausum kjúklíngum sem leiddir eru áfram á asnaeyrum og látnir berjast fyrir málstað einhverra annarra sem hafa hvorki haus né mænu til þess að gera það sjálf. „Það er bara mjög mikilvægt að mótmæla á öllum stigum...“ Sem er vissulega rétt... en að ganga út fyrir öll velsæmismörk er ekki rétt.

Ekki voru þessir mótmælendur að beita sínum 'aktivisma' á ráðamennina sem ákváðu þetta, neibb... langt í frá... þau voru að herja á verktaka sem tóku að sér verkin fyrir fólkið sem mótmælendur sjálfir kusu...
Það er eitt með Amnesty sem er að beita málefnanlegum aðferðum til þess að tryggja mannréttindi og framþróun í mannréttindamálum en svolítið annað að vera með einhvern skæruhernað með því að leggja líf og limi sjálfra og annarra í hættu.
Þetta er allaveganna mitt álit... lag dagsins í dag er 'It's Easy MMMKay' með Mr. Mackey úr South park.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?