<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Vil ekki ofmetnast... 

en ég veit það nú að það var leitað til háskólans í kjölfar umsóknar minnar í starfið sem ég sinni nú innan veggja Hagaskóla og ég veit að ég fékk meðmæli þaðan!
Djö*?%ll finnst mér það kúl!

Annars gott... allt gott...

Það er vetrarfrí núna og ég er á fullu að læra í skólanum. Kvikindið í viðgerð og svo á morgun er áætlað að skella nýrri olíu á vélina og skipta yfir á naglana. Rallý-hávaða-kittið sem ég innstallaði í bílinn er ekki að gera sig og það er ótrúlegt hvað ég sakna þess að bíllinn minn sé kettlingur í staðinn fyrir að vera útúrkókað tígrisdýrsljón með demant í öndunarveginum! Sæll og glaður fer ég að spæna upp malbikið í borg óttans og þar með auka svifrikið sem dregur vonandi ekki öndunarfærasjúklinga til dauða.

Það er kannski ekki frásögu færandi að mín var saknað í vinnunni mánudaginn og þriðjudaginn sem ég var frá vegna heimaprófs sem mér gekk framar vonum í. En í stað þess að fá alla krakkana til mín á færibandi þegar ég kom aftur til vinnu þá fékk ég bara: Gott að þú ert kominn til baka... það er svo gott að vita af þér :)
Það versta við þetta allt saman er að geta ekki tekið krökkin með í frí... maður er farinn að lifa og hrærast í þessum pakka sem er reyndar skemmtileg tilbreyting frá því að hugsa sífellt um sjálfann sig, rassgatið og námið sem maður er í.

Núna þegar fyrsti jólakransinn er kominn í glugga í blokkina við Miklubraut og Lönguhlíð þá fer maður að huga til jóla og það verður spennandi að sjá hvort að það verði rjúpur á boðstólnum. Ég er mjög æstur að kynna Karen fyrir rjúpu-stemningunni... en það er einmitt skemmtilegt að nefna það að mamma tók þessa venju upp frá ömmu Huldu (er það ekki rétt hjá mér?). Mér finnst jólin ekki komin fyrr en blásið er til leiks á aðfangadagskvöldi og það eru rjúpur á boðstólnum.
Það er nú reyndar frekar minnistætt þegar jólin voru haldin í Jú-Ess-Ei á sínum tíma þegar það var útigrillað naut í matinn á aðfangadagskvöld og maður stóð við grillið á stuttbuxunum! En það er allt önnur saga...

Lag dagsins er Different people með No doubt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?