föstudagur, desember 29, 2006
Alveg með eindæmum...
hvað fólk getur verið fáránlegt! Ég sá Kastljósið í gær þar sem að Jón Gunnarsson frá Landsbjörg var að grenja útaf því að einkaaðilar eru farnir að selja flugelda! Mér finnst þetta alveg með eindæmum lýsandi fyrir suma Íslendinga sem eru kannski að grenja yfir því að ríkið einoki t.d. áfengissölu en finnst allt í lagi að Landsbjörg, björgunarsveitirnar og skátarnir einoki þennan markað!
Við vorum einmitt að lýsa stjórnkerfinu og stjórnarfarinu hérna fyrir Mikhá (pólskur vinur Nonna frænda) og hann var eitt spurningarmerki í framan og spurði af hverju við settum ekki bara einræðisherra við völd? Það er greinilega ekki sama hver er með einokunina!!!
Mér finnst þetta bara fáránlegt að rökin fyrir því að einkaaðilar eru 'vondir' er sú að þeir (Landsbjörg o.fl.) hafa verið einir með þennan markað í 40 ár! Þetta var n.b. það sem Jón nefndi fyrst! Svo kom hann líka inná að þetta er eiginlega eina tekjulind þessara félaga til þess að halda úti björgunarstarfsemi.
Ég hef aðeins kíkt inn á Barnaland vegna þess að þar er greinilega umræðan á fullu... og þar er verið að púlla stönt á borð við: Já, keyptu af einkaaðilum... svo koma þeir hlaupandi þegar þú lendir í einhverjum óförum og hjálpa þér, í sjálfboðavinnu...
Hversu barnalegt getur fólk verið?!? Ég ætla allaveganna að vona að ég verði meðvitundalaus ef björgunarsveit finnur mig svo ég geti ekki svarað þeim hvort ég keypti flugeldana hjá þeim eða einkaaðilum... af því að þeir skilja mig bókað eftir ef þeir vita að ég verslaði við Örn Árnason þetta árið!!!
Mér finnst líka bara nauðsynlegt að skoða það að það voru flutt inn 300 tonnum meira af flugeldum þetta ár miðað við í fyrra. Og ef fólk er eitthvað að skíta í sig yfir einkaaðilum þá er mér eiginlega bara slétt sama... Auðvitað eru björgunarsveitirnar nauðsynlegar og þeirra framtak alveg frábært en ég hef undanfarin ár verslað við þau og langar til þess að hafa meiri fjölbreytni auk þess að spara pening. Það getur vel verið að ég sjái eftir því seinna... en ég held að það ætti líka að fá þessa vitlausu ferðamenn sem eru að týnast á fjöllum til þess að a.m.k. halda að þeir þurfi að borga þessa þjónustu svo þeir fari síður á einhvern vergang útá fjöllum bara til þess að týnast!
Heilbrigð samkeppni og afnema alla einokun... og þá meina ég alla!!! það er kannski fljótlegra að flytja til útlanda í staðinn fyrir að þurfa að bíða í einhverjar kynslóðir eftir að einokun íslenska ríkisins leggst af... þetta er það sem við viljum...
Við vorum einmitt að lýsa stjórnkerfinu og stjórnarfarinu hérna fyrir Mikhá (pólskur vinur Nonna frænda) og hann var eitt spurningarmerki í framan og spurði af hverju við settum ekki bara einræðisherra við völd? Það er greinilega ekki sama hver er með einokunina!!!
Mér finnst þetta bara fáránlegt að rökin fyrir því að einkaaðilar eru 'vondir' er sú að þeir (Landsbjörg o.fl.) hafa verið einir með þennan markað í 40 ár! Þetta var n.b. það sem Jón nefndi fyrst! Svo kom hann líka inná að þetta er eiginlega eina tekjulind þessara félaga til þess að halda úti björgunarstarfsemi.
Ég hef aðeins kíkt inn á Barnaland vegna þess að þar er greinilega umræðan á fullu... og þar er verið að púlla stönt á borð við: Já, keyptu af einkaaðilum... svo koma þeir hlaupandi þegar þú lendir í einhverjum óförum og hjálpa þér, í sjálfboðavinnu...
Hversu barnalegt getur fólk verið?!? Ég ætla allaveganna að vona að ég verði meðvitundalaus ef björgunarsveit finnur mig svo ég geti ekki svarað þeim hvort ég keypti flugeldana hjá þeim eða einkaaðilum... af því að þeir skilja mig bókað eftir ef þeir vita að ég verslaði við Örn Árnason þetta árið!!!
Mér finnst líka bara nauðsynlegt að skoða það að það voru flutt inn 300 tonnum meira af flugeldum þetta ár miðað við í fyrra. Og ef fólk er eitthvað að skíta í sig yfir einkaaðilum þá er mér eiginlega bara slétt sama... Auðvitað eru björgunarsveitirnar nauðsynlegar og þeirra framtak alveg frábært en ég hef undanfarin ár verslað við þau og langar til þess að hafa meiri fjölbreytni auk þess að spara pening. Það getur vel verið að ég sjái eftir því seinna... en ég held að það ætti líka að fá þessa vitlausu ferðamenn sem eru að týnast á fjöllum til þess að a.m.k. halda að þeir þurfi að borga þessa þjónustu svo þeir fari síður á einhvern vergang útá fjöllum bara til þess að týnast!
Heilbrigð samkeppni og afnema alla einokun... og þá meina ég alla!!! það er kannski fljótlegra að flytja til útlanda í staðinn fyrir að þurfa að bíða í einhverjar kynslóðir eftir að einokun íslenska ríkisins leggst af... þetta er það sem við viljum...