<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 23, 2006

Einn dagur í viðbót! 

og þá eru komin jól!!! Þetta er búið að vera ótrúlega fljótt að líða núna. Hlynur fór frá okkur í morgun og við sjáum hann ekki fyrr en á öðrum í jólum. Hann er búinn að vera algjör dúlla hérna hjá okkur síðan á þriðjudaginn, ótrúlega hjálpsamur, kurteis, þolinmóður og stilltur.
Hann var ótrúlega heppinn og fékk Playmó-dót í skóinn tvo daga í röð. Jóli hefur greinilega viljað að hann léki sér heldur en að fá skemmdar tennur :þ Hann var svo ótrúlega ánægður að hann sagði eitthvað á þessa leið... Ég veit bara ekki hvað ég hef gert til að fá svona gott í skóinn! Hann kveikti öll ljós og vakti okkur með þvílíkum látum... svo mikil var kætin. Svo í morgun var hann að setja pinkulítil hjól undir línuskautana sem playmo-strákurinn átti og missti annað á gólfið. Ég spurði hvort að ég ætti að kveikja ljósin fyrir hann en í þeim sömu töluðu orðum fann hann hjólið og sagði svo með hneykslunartóni: „Pabbi!!! Ég sé í myrkri!“ Flottur gaur.

Ég er orðinn pinku spenntur og það verður næs að sofa út á morgun og fara svo í dýrindismat á Jörundarholtinu og gefa og þiggja gjafir.

Við kíktum í árlega Þorláksmessujólaboðið til Höllu og Palla. Glæsilegt í alla staði matarlega og fjölskyldulega séð. Þarna er að skapast frábær hefð sem maður á eftir að ganga að næstu árin. Það er svo gaman að hitta familíuna þó ekki sé oftar en einu sinni á ári. Ég sakna jólaboðanna sem voru alltaf hjá Valla og Dóru á öðrum í jólum þegar maður hitti alla mömmu megin. Það var gaman að nota hátíðirnar sem eru hvað mest... hátíðlegar... í að hitta fjölskyldu sína. Jólin eru svo sannarlega family-time og það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað sem maður vill seint missa og finnur betur eftir því sem líður hversu mikilvægt það er.

Annars gott... tók smá rúnt í dag í Krínglið og Smáralindið, smá í IKEA og náði meira að segja að þvo bílinn minn... að utan n.b. Og þetta allt saman fyrir klukkan 18:00 í dag þannig að ég náði snilldarþættinum á RÚV um kraftaverkafólkið... A MUST SEE.

Hafið það gott í kvöld svo þið verðið hress á morgun í matnum... ekki rjúpur að þessu sinni... en frænka rjúpunnar verður í staðinn...
Pistillinn á morgun.
Lag dagsins er Heaven on their minds úr Jesus Christ Superstar (sem er frábært að horfa á yfir jólin...)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?