<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 29, 2006

Glæsilegt alveg hreint :) 

Öndin hjá mömmu Rokk var alveg hreint frábær. Sósan þvílíkur killer!!!

Ég var greinilega óþreyjufyllstur af öllum varðandi pakkaupprif. Ég er alltaf jafnspenntur að kíkja í pakkana... veit ekki hvað það er... en það er gaman að opna pakka! Ég fékk skyrtu, veski, Little Britain; Season 3, nudd hjá heilsudrekanum frá Karen. Hlynur gaf mér handmálaðan stjörnudisk með gítar málaðan á, málverk með gítar á, nýjasta diskinn með Pearl Jam, Indiana Jones safnið og Robert Plant með Strange sensation-DVD og smá pjéníng sem verður notaður í R&R eftir áramótin. Svo fengum við Karen sængurver og egg-timer svo eitthvað sé nefnt. Me so happy! Frábærar gjafir í alla staði.

Jólin eru búin að vera geðveikt fín. Fórum í heingikjöt til Betu tengdó á jóladag og það var alveg æðislega gott. Ég man eftir því í fyrra að ég hafði ekki borðað hangikjöt neitt fyrir jólin og ég er ekki frá því að hangikjötið hafi verið miklu betra fyrir vikið á jóladag. Á öðrum renndi ég svo eftir Hlyni og við fórum svo upp á Skaga í mat til múttu. Það var líka alveg frábært og svo á þriðjudaginn fórum við feðgarnir rétt úr náttfötunum um 6 leytið til þess að renna eftir fisk af því að, aldrei þessu vant, langaði mig alveg geðveikt í fisk! Held að kjötið yfir stórhátíðina hafi bara gert útaf við mig...

Karen fór í vinnuna í gær og í fyrradag og við feðgarnir erum búnir að vera eins og rottur hérna heima... sofa til 10 á morgnanna og gera svo ekki rassgat allan daginn! Það er gaman.

Ég fékk fyrstu einkunnina fyrir jól og þetta er með lægstu einkunnum sem ég hef fengið á ferlinum en metnaðurinn stoppaði í 5 hjá mér þannig að ég er hæstánægður með þessa einkunn :)

Nú er ég kominn með killer-hálsríg útaf púsluspilun en við eigum ekki nema svona 50 stykki eftir af 2000... sem er ekki lélegt á þremur dögum. Svo verður tekin pása í því!!! Ég ætla að skella mér í sund á morgun... og hafa fisk aftur í kvöldmat... 'cos I wanna!

Gleðilega rest og farið varlega í sprengjurnar!!!

Lag dagsins er Litla Beirút með hljómsveitinni Reynigrund 26

This page is powered by Blogger. Isn't yours?