<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 21, 2006

Klikkaði... 

en það skeikar ekki nema nokkrum mínútum. Þannig að tveir í 'dag' í staðin. Fínt gott og brjálað... það er svona cirka hvernig statusinn er í dag. Við feðgarnir fórum í smá rúnt í dag. Byrjuðum á því að fara í hátíðarmat í Hagaskóla og fengum dýrindis heingikjöt og stúf, bæði heitt og kalt heingi auk lambs. Þörfum allra var fyllt þarna... grammetisæturnar fengu rauðkál. „Pabbi... koddu aðeins... maðurinn þarna í prjónapeysunni... hann er alveg eins og Jón Gnarr!“ sagði Hlynur þegar hann dró mig út af kennarastofunni og inn á skólastjóraskrifstofuna. „Nú? Það er af því að þetta er hann :þ“ sagði ég. Jón Gnarr var leynigestur og las upp úr bók sinni Indjánanum fyrir okkur. Þessi bók lofar góðu og það var mjög skemmtilegt að fá hann sjálfan til þess að lesa upp úr bókinni sinni.

Svo fórum við í Kringluna, Skeifuna, Smáralindina og ég veit ekki hvað... maður verður bara léttgeggjaður á þessu bulli... ég er farinn að þróa með mér svona road-rage-on-foot dæmi!!! En það styttist í lok jólagjafaverslunar. Ég á MJÖG lítið eftir.

Settum upp jólatréð áðan og það verður gaman að henda kúlum og seríum á það á morgun. Það verður samt ennþá skemmtilegra á næsta ári að vera með GERVIJÓLATRÉ!!!

Útrætt?
Hvort vilt þú ekta eða gervi jólatré?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?