<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 18, 2006

Að ná andanum... 

Jólafríið er svo nálægt að ég finn lyktina af því!!! Mér finnst fyrst nú að ég sé að ná andanum í vetur. Ég er búinn að vera að 'læra' á starfið mitt og er kominn vel inn í það. Ég er einnig búinn að vera að læra í vetur og ég er líka búinn að sjá það að það er algjört bull að vera í 11 einingum í MA námi með 100%+ vinnu... Tók meira að segja eftir því í gær að ég var búinn að losna við fjörkippinn sem ég var með undir hægra auganu í 4 vikur! Auk þess er ég sannfærður um að blóðþrýstingurinn sé búinn að jafna sig í bili... svona rétt fyrir allt salta og reykta kjötið sem er að fara í hönd :) Ég ætla að gera ekki neitt eftir miðvikudaginn... það lítur meira að segja út fyrir það að ég nái að versla jólagjafirnar fyrir Þorláksmessu... sem er óvanalegt.

Ég er reyndar að fara að spila í kvöld í stór-sörf-bandinu 'Kennarasleikjurnar'. Það er klikkað gaman að setja jólalög í surf-útgáfu... og næstum því eins skemmtilegt að setja þau í diskó-útgáfu... en svona eru jóli...

Ég stefni að því að blogga á hverjum degi fram að jólum.

Ég ætla líka að sleppa því að senda jólakort í ár og setja frekar pening í hjálparstarf... mér finnst það meira rewarding... auk þess að ég ætla að setja inn á bloggið mitt jóla-árs-annál sem þið getið notið betur og prentað út ef þið eruð ósátt með að fá ekki jólakort frá mér.

Gleðileg komandi jól... Lag dagsins er Jólasveinafylkingin, Hurðaskellir og Stúfur! Alveg langbesta jólalagið...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?