<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 21, 2007

Það er nú bara svo... 

að maður tapar einstaka sinnum í pool... kannski er það bara hluti af einhverju stærra plotti sem kemur í ljós seinna á lífsleiðinni... EÐA EKKI! Hef nú sjaldan verið tapsár þegar kemur að pool á móti Svabba en svona er þetta bara þegar maður er búinn að fylgjast stíft með World-pool-masters að ég hélt hreinlega að ég væri orðinn betri. Auk þess þá vann ég Svabba seinast! Það er kannski þess vegna sem ég hef ekki verið að opinbera úrslitin í seinustu 'keppni' hjá okkur. Þið getið lesið allt um það hérna en nú er heimavinnandi húsmóðir farin að blogga.

Helgin er algjörlega búin að fara í sófann... sem er mjög gott bara... hef ekki slappað svona af síðan 1963... en það er sama ár og sumarið var á þriðjudegi. Fyrirhugað er meira afslappelsi í dag en í gær og ekki verður amalegt að fá Nonna frænda í heimsókn á eftir.

Ég er alveg kominn á það að versla helst ekki innanlands... sparaði mér (sko... þetta er svolítið skemmtileg pæling af því að ég hefði sparað mér allt saman hefði ég hreinlega sleppt því að kaupa það sem ég keypti... en mér finnst ég samt ennþá vera að 'græða' þegar ég borga X fyrir A, B og C fyrir sama verð og A, skiljiði? X=A :þ ) 3000 kall á því að versla ekki hérlendis. Ég er alveg sannfærður um það að ef ég byggi erlendis væri ég bara í því að senda fólki eitthvað sem er 50-100% ódýrara úti... hefði það bara að atvinnu!

Ég á ennþá eftir að fá seinustu einkunnina mína fyrir seinustu önn og það er orðið svolítið leiðigjarnt að bíða eftir henni... sérstaklega af því að það eru komnir 32 dagar frá því að seinustu skil frá nemendum voru auk þess að seinustu skil frá kennara hefðu átt að vera fyrir 4 dögum síðan en ekki var þetta próf-áfangi. En þolinmæði þraut vinnur allar...

Hvað gerir maður þegar það er komið extra saumavélahljóð í bílinn og líka svona sánd eins og þegar maður fer með handþeytara innan í hlið á plast skál á fullum snúningi? Fer auðvitað með bílinn í viðgerð... en bifreiðaverkstæðið Stimpill sér alfarið um að kíkja undir húddið á mínum bíl! Ég er endanlega kominn á það að fara upp á Akranes til þess að láta smyrja bílinn minn... það er nefnilega helmingi ódýrara að láta smyrja bílinn hjá Bigga á Smurstöðinni heldur en allsstaðar annarsstaðar í Reykjavík. Þannig er það bara... X=A... ótrúlega einföld formúla.

Lag dagsins er Jesus is just allright með Doobie brothers sem má finna á Youtube.com í karókí-útgáfu!
Takið eftir fyrsta kommentinu undir 'Comments & Responses'

This page is powered by Blogger. Isn't yours?