<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 28, 2007

Það má lengi deila... 

um réttmæti þess sem Kompás-liðar hafa fyrir stafni og þá er ég sérstaklega að tala um þáttinn í kvöld og seinustu viku... Ég ætla ekki að fara út í réttmæti þeirra aðferða sem þeir beita þó svo að það verði að ræða á einhverjum grundvelli þar sem öll sjónarmið koma fram. En eitt þykir mér mjög sárt í allri þessari umræðu og það er sú staðreynd að þeir sem vilja komast að meiri upplýsingum sem settar eru fram með þessum hætti verða að hafa aðgang að stöð 2 nema maður kíki á þetta inná www.visir.is seint sama kvöld eða daginn eftir. Berin eru vissulega súr... þ.e.a.s. hvað varðar áskrift að stöð 2 en þetta er bara umræða sem þarf að fara fram í öllu íslensku samfélagi... ekki bara meðal þeirra sem hafa stöð 2. Annars finnst mér þetta vera skelfilegt ástand að það séu svona margir sem vilja og langar... ég skil það ekki. En það er kannski þannig að maður getur ekki skilið eitthvað fyrr en maður hefur upplifað það sjálfur? Nú má hver hafa sína skoðun og ég stend fyllilega við það því það gefur mér sjálfum rétt á að hafa mína skoðun og standa og falla með henni... ef svo ber við...

Það er svo margt sem maður getur ekki skilið án þess að standa nákvæmlega í þeim sömu sporum. Ég get til dæmis ekki ímyndað mér hvernig er að vera þunglyndur þó svo að ég gúdderi og skilji það fullkomlega að fólk á lyfjum geti 'fúnkerað' í daglegu lífi alveg jafnvel og annað fólk. Ég er blessunarlega laus við að 'kategora' fólk í alvörunni þó svo að einhverjir séu kannski ekki jafn sammála mér í því... ekki hef ég upplifað að vera fatlaður og tek því mörgu í samfélaginu sem sjálfsögðum hlut, þó svo að maður er meira vakandi fyrir aðstæðum sem beinlínis hindra fatlaða í að vera eðlilegir þátttakendur í samfélaginu og þar af leiðandi samfélagið sem fatlar þá eða setur á þá hömlur í stað raunverulegrar fötlunar þeirra!

Ég er mjög upptekinn af tölum, stærðfræði og tölfræðilegri merkingu (sem ég einn get lesið út úr aðstæðum, umhverfinu eða hverju tilviki fyrir sig...) og þar af leiðandi mjög upptekinn af margfeldiáhrifum. Ég lærði margföldunartöfluna fyrir mjög mörgum árum og það eru bara sum 'key elements' í þeirri töflu sem virðast alltaf vera 'on top of my mind' eða ofarlega í huga (að svo stöddu verð ég að biðjast afsökunar á slettum og enskunotkun, allaveganna þá sem þetta fer fyrir brjóstið á eða skilja ekki...). Aðal ástæðan fyrir því t.d. að ég er svona hlyntur álverjum (j?) :þ eru margfeldiáhrifin. Þá er ég ekki að tala um áhrifin af menguninni heldur sú staðreynd sem ég hef séð með mínum eigin augum margfeldiáhrif hvers starfs innan þess geira. Fátækleg rök hugsa sumir en hey... mín skoðun auk þess að ég þekki ekki afleiðingarnar í náttúrunni og er kannski ekki mikið að dvelja við það hvort að það sé manngerður vegur upp að Kárahnjúkum af því að ég hefði hvort eð er aldrei farið þangað... En aftur að margfeldiáhrifum og þau eru vissulega til staðar í þeim málum sem snerta barnaníð og þá sérstaklega þolendur. Mér finnst bara skelfilegt að hugsa til þess að hvert barn sem er misnotað á eftir að hafa gífurleg áhrif á fólkið í kringum það alla ævi þess... þ.e.a.s. ef það sviptir sig ekki lífi langt um aldur fram. Systkini þess, foreldrar þess, vinir þess, maki þess, börnin þess... svo gæti lengið talið áfram en miðað við grunntölur hagstofunnar um fjölskyldustærðir, fjölskyldugerðir o.s.frv. er rétt að áætla að um 8 manns í kringum þolandann sé lágmarks áætlun. Hvernig metur maður líf og hvers virði er það í raun og veru? Að koma með einhverja töfralausn í þessu máli nú er eins og... eins og... eins og... hmm... mér dettur bara ekki neitt virkilega fáránlegt í hug (þannig að 'mannréttindi' allra séu virt). Kannski Bush sé með einhverja lausn á svona málum? Eða Kolbrún Halldórs?

Ég treysti því að ríkisstjórnin okkar, kjörin af okkur, studd af okkur í gegnum súrt og sætt... komist að því hvernig á að bera sig að í svona málum og hvað þurfi að gera til þess að koma í veg fyrir þetta eða jafnvel bara byrji að taka á svona málum...

Þetta sama fólk getur ekki einu sinni ákveðið hvað á að gera við Ríkisútvarpið......

Mér sýnist á öllu að börnin okkar verði óhult í framtíðinni...

Svona í lokin þá eru hérna nokkuð skemmtilegar lesningar frá undirrituðum... frá því 2004... D#-Eb Kræst hvað tíminn líður hratt... á gervihnattaöld!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?