<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 14, 2007

Mamma og Helga... 

sjáiði hverju þið eruð að missa af?
Ofan á kókkippunni sem þarna rétt glittir í er 10 cm lag. Mælt með reglustiku.


Ofan á grillinu góða er 17 cm þykkt snjólag. Mælt með reglustiku.


Þetta er farið að minna ótrúlega mikið á þegar maður var krakki... ég gleymi því aldrei þegar það snjóaði svo mikið þegar við bjuggum á Reynigrundinni og Garðagrundin var skafin og mokuð og það mynduðust mannhæðaháir skaflar meðfram Garðagrundinni. Þá voru gerð göng undir og í gegnum þennan skaflavegg sem maður eyddi ófáum stundum í.

Annars er lífið að komast í samt horf hjá mér... ég fer í vinnuna á morgun eftir vikufjarveru... það er svona þegar maður fær SVARTA DAUÐA með vott af HOLDSVEIKI!!!

Annars fer að færast líf í þetta blogg á ný... á nýju ári... þegar fyrsti mánuðurinn er hálfnaður! Sjetturinn hvað þetta er fljótt að líða!

Lag dagsins er snjókorn falla af því að jólin eru búin!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?