<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Væri maður ánægður í starfi... 

ef maður hefði verið ráðinn í stöðu þar sem hæfari einstaklingum hefði verið synjað? Byggt á þeirri staðreynd að maður er með þeim sem réði mann í matarklúbbi? Bara svona 'rhetorical' spurning... (þeir sem ekki vita hvað rhetorical er, vinsamlegast beinið spurningum ykkar til háttvirts menntamálaráðherra... alveg handviss um að hún sé með svör á reiðum höndum).

Jólin eru búin og það sem meira er, er að ég er búinn að taka niður eiginlega allt jólakuskið. Það flaug reyndar ekki fram af svölunum, eins og tréð gerði, vegna þess að Karen langar til þess að gera þetta að ári aftur...

Hlynur fór í gær og þetta er búinn að vera æðislegur tími með honum. Bara tsjill, sofa út, ekki að fara út úr húsi... hanga inni og leika sér...

Fór í vinnuna í dag og það var ágætt... reyndar svolítið þungt að sitja á fundum fram eftir degi þegar maður er búinn að vera með heilann í hvíld í svona langan tíma. Svo á morgun byrjar brjálæðið... krakkarnir 'mínir' koma í skólann á morgun.

Við skelltum okkur í bíó áðan á 'Stranger than fiction' og ég mæli hiklaust með henni... ólíkt heilhveitinu: Snakes on the plane sem fer hiklaust í 'Verstu-hugmyndir-að-kvikmynd-og-léleg-í-þokkabót'-pakkann.

Annars lítið í bili... heyri í ykkur fljótlega.
Lag dagsins er Don't let me down með Bítlunum af Get back plötunni... hrikalega flott lag þar á ferð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?