<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Fékk 

góða hugmynd í gær... ég læt daginn í dag ráða úrslitum um hvernig það fer allt saman... Annars lenti ég í mjög fyndnu atriði á mánudaginn... en það er bara ég :)

Lífið gengur sinn vanagang, brjálað að gera í gær útaf foreldraviðtölunum.

Sat eitt viðtal í gær þar sem einnig var túlkur. Það er ekki frásögu færandi nema þessi túlkur hefur ekki komið í skólann áður (alltaf verið sami túlkur hingað til) og svo í lok viðtalsins segir foreldrið við túlkinn (reyndar á pólsku þannig að við skildum ekkert fyrr en eftirá): Rosalega talar þú lélega pólsku! Túlkurinn brjálaðist eftirá :þ Það var fyndið.

Söngleikurinn í skólanum verður frumsaminn að þessu sinni... í fyrra voru þau með West-side story, þar áður Jesus Christ superstar og mikill metnaður fyrir söngleikjunum. Ég stökk niður til að hlusta á æfingu með kórnum og hljómsveitinni í staðinn fyrir að fá mér hádegismat og þetta var ekkert smá flott! Tónlistin er frumsamin af nemendum skólans og það er ótrúlegur talent í gangi þarna. Ég ætla að fara að leika mér um helgina með blús-projectinu sem ég bjó til og við þurfum að ræða alvarlega þátttöku þeirra í blúshátíðinni um páskana... sejetturinn hvað ég hlakka til!

Annars langar mig til að deila með ykkur bloggi sem ég er farinn að kíkja á daglega... ef þið skrunið neðst þá kemur forsagan að stofnun þessa bloggs svolítið í ljós en mér finnst alveg glæsilegt að lesa þetta blogg vegna þess hve rosalegt vald á íslenskunni þessi einstaklingur hefur... það er ótrúlegt. Smellið hérna til að komast á bloggið.

Lag dagsins er Woman með Wolfmother. Ég las einhvern tímann fljótlega eftir að þeir byrjuðu review frá einhverjum gagnrýnanda um annað hvort plötuna þeirra eða tónlistina yfir höfuð og hann sagði eitthvað á þessa leið: Flott... en 30 árum of seint!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?