<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 07, 2007

Böfdei og ýmislegt... 

Það hefur nú margt á mína daga drifið síðan síðast... eins og eitt stykki ammælisveisla... Hlynur beibígaur varð 8 ára fyrir næstum viku síðan og dagarnir líða svo hratt að það hálfa væri nóg... það er rétt mánuður þangað til að við förum út til Benidorm... sjetturinn...

Það var mikið lagt í kökurnar sem fyrr... en Star Wars þemað var alveg að gera sig fyrir ammælisbarnið og gestina...
Kööööga:


Hér sést svo í ammælisgaurinn með köku á disk og köku í andliti:


Eins og sést á fyrri myndinni þá gerði Hlynur kökuskrautið sjálfur... setti bara General Grievous á þunna lego plötu og nokkra karla að skjóta á hann eða reyna að handtaka. Undirritaður ætlaði svo að gera Hlynur - Episode VIII en úr varð bara Hlynur VIII og svo stóð Star Wars og C-3PO og Vader á Hutta-máli líka á kökunni... maður verður að hafa þetta alvöru ;)

Það er fátt annað en Star Wars sem kemst að hjá kauða núna eftir að hann fékk Lego Star Wars II á PSP og Lego Star Wars á PS2... hann talar um Count Dooku, Anakin Skywalker, R2D2 og félaga eins og þeir væru bekkjarfélagar Hlyns. Ef það kæmi til stjörnustríðs núna þá myndi jörðin reddast ef við gætum fengið alvöru geislasverð fyrir pjakkinn af því að hann er búinn að læra hreyfingar allra þessarra gaur utan af og væri því nettur Jedi þó svo að hugarorkuna vanti... hver tæki svosem eftir því?

Hlynur fékk margt skemmtilegt í afmælisgjöf en uppúr stendur diskurinn með Ladda þar sem þekktustu lög Ladda í gervi hinna ýmsu karaktera... algjör snilld og maður lá í nostalgíukasti hérna á sunnudeginum.

Á miðvikudaginn seinasta var árshátíð hjá nemendum Hagaskóla og það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Kennarasleikjurnar tróðu upp... Ég komst nefnilega að því klukkan 14:30 um daginn að ég get bæði trommað og sungið á sama tíma þannig að við ákváðum að spila Rock & roll með Led Zeppelin! Við æfðum það einu sinni þarna um daginn og spiluðum það svo í annað sinn um kvöldið á árshátíðinni. Það tókst svona glimrandi vel að krakkarnir hafa farið fram á Kennarasleikjuball!!! Við í Kennarasleikjunum erum aðeins farnir að skoða það og setja saman í prógramm en ég er á hátindi ferils míns sem trommari! :þ En ég þarf aðeins fleiri æfingar heldur en eina fyrir næsta gigg... af því að ég er enginn heilhveitis trommari!!! Flottur gaur :)

Annars bara gott af mér og mínum... dreymdi reyndar alveg rosalegan draum í nótt... vaknaði með andfælum... djö... hvað ég væri til í að geta málað eða teiknað... því að þá gæti ég komið draumum mínum í mynd. Ótrúlegt hvað þetta er alltaf skýrt og greinilegt... eins og bíómyndir!

Lag dagsins er Dimensions með Wolfmother...
meira fljótlega

This page is powered by Blogger. Isn't yours?