<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 21, 2007

Logandi hræddur!!! 

Er alveg klikkað flott verk! Á sunnudaginn fórum við kærustuparið á uppfærslu nemenda Hagaskóla á nýju frumsömdum söngleik. Hann er saminn af Ara Eldjárn auk nemenda Hagaskóla en það flottasta við þessa sýningu er að lögin eru öll frumsamin af 4 nemendum í 9. og 10. bekk. Klikkað flott tónlist og skemmtileg pæling. Ég skora á alla að skella sér á söngleikinn Logandi hræddur en nánari upplýsingar er hægt að finna hér.

Föstudagurinn var spes... það var árshátíð hjá starfsfólki Hagaskóla sem haldin var á Caruso. Eftir það var haldið heim og stefnan sett aftur út en ég var alveg búinn á því eftir að ég kom heim... þar að auki var brjálað partý í gangi heima þar sem nágrannarnir höfðu hoppað yfir svalirnar til að kíkja á okkur. Við fengum Nylon-liða í heimsókn með nágrönnunum og það hefur ekki verið svona fræg persóna í partý hjá okkur síðan Leibbi Djazz var hérna seinast :þ

Laugardagurinn fór í algjört tsjill og fyrri hluti sunnudagsins í 300 en ég var nú ekkert geðveikt heitur fyrir henni... ágætismynd þó... skemmtileg og krúttleg saga... en það skemmdi myndina svolítið fyrir mér að David Wenham (sem lék meðal annars Faramir í L.O.T.R. trílógíunni) er alveg með eindæmum málhaltur og frekar leiðinlegur að hlusta á sem narrator/sögumaður. Það hefði verið kúl að hafa David Attenborough sem sögumann... þó svo að það hefði kannski verið meira í ætt við Lífið í lággróðrinum heldur en 300...

Eníhjú... mánudagur til mæðu... þriðjudagur til þrauta og miðvikudagur til drasls!
Það fýkur í mig þegar foreldrar eru svo skeitingarlausir um börnin sín og ætlast til þess að skólinn sinni grunnþörfum á borð við að koma börnum þeirra í skólann og jafnvel sækja þau heim, borða með þeim... og eitthvað svona fáránlegt!!! Alveg merkilegt hvað foreldrar eru duglegir að láta rassgatið á sjálfum sér í forgang og láta krakka í 8. bekk sjá um sig sjálf af því að þau eru orðin 'svo' gömul! OMFG!!! ÓHEPPIN!!! EN SVONA ER ÞETTA BARA... ÞIÐ BERÐ ÁBYRGÐ Á BARNINU YKKAR ÞANGAÐ TIL ÞAÐ ER ORÐIÐ 18 ÁRA!!! REYNDU ALLAVEGANNA AÐ FEIKAÐA...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?