<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 23, 2007

Afmælisblogg... soldið seint... en hey... 

til HmínGu með Dæjin 29 ára afælis strákur. Sonur ðiNN Hlynur

Svo mörg voru þau orðin á afmæliskortinu sem ég fékk úti á Benidorm. Hlynur greinilega að flýta sér auk þess að litirnir á stöfunum voru alveg random þannig að það er kannski ekki skrýtið að stafsetningin fari aðeins út um þúfur.

Ferðasagan:

Við flugum héðan um miðjan dag á laugardaginn þar seinasta og lentum í Alicante um 23:00 að staðartíma. Flugið var ekki nema 4 og hálfur tími þannig að smá PSP og krossgátur redduðu okkur alveg á leiðinni. Hinum megin við gangin sátu eldri-kærustupar sem vildu endilega fá að lita eina mynd í litabókina hans Hlyns sem hann leyfði þeim. Maðurinn þakkaði kærlega fyrir sig og gaf Hlyn 10 € fyrir að vera svona flottur gaur eins og hann er. Hlynur sýndi þeim hitt og þetta en merkilegast fannst manninum að sjá Lego Star Wars í PSP... hann hélt að hann yrði ekki eldri! Svo var einhver gaur með okkur í flugferðinni sem var orðinn svo ofurölvi þegar við vorum að lenda að maður drulluskammaðist sín! Alveg merkilegt hvað fólk þarf alltaf að hella sig blindfullt þegar það fer erlendis. Hversu gaman er það? Ógeðslega gaman... man ekki neitt!

Gaurinn ætlaði að taka limma og vildi bara að við yrðum í samfloti með honum... HÉLT EKKI! Við náðum í töskurnar okkar og þegar við vorum að fara í gegnum tollinn úti, sér gaurinn okkur og byrjaði eitthvað að tjá sig en ég sagði við hann að við værum farin og við hröðuðum okkur í burt.

Við tókum leigara á hótelið sem var algjör snilld! Fyrir utan það að það var enginn kæliskápur á herberginu auk þess að það var svolítið spez að vera bara með glerhurð inn á klósettið sem í raun lokaði ekki neinu og hlífði ekki neinu... en við komumst af :) Sérstaklega í ljósi þess að ef við vorum ekki öll inni í stofunni/svefnherberginu þá var alveg bókað einhver á klósettinu :þ

Sunnudagurinn fór í smá sæht-sí'jíng um gamla bæinn-miðbæinn og við vorum varla búin að vera á róli í klukkustund þangað til að sólin byrjaði að baka okkur.

Mánudagurinn fór í Mundomar þar sem við feðgarnir klöppuðum höfrungi á meðan við vorum myndaðir við það, Hlynur var kysstur af sæljóni og hausinn á honum lyktaði eins og síld eftirá!

Þriðjudagurinn fór í strandarferð og það var ekkert smá geggjað að labba um heitan sandinn berfættur og svamla í sjónum.

Miðvikudagurinn fór í bið... en við ætluðum í Terra Mitica en það er ekki opið nema um helgar þannig að í stað þess að hanga súr í fýlu þá skelltum við feðgar okkur í Go-Kart sem var alveg klikkaðslega gaman. Hlynur fékk meira að segja sinn eigin Go-Kart (sem fór bara á 'beibí-hraða') en það skemmdi ekki :)

Fimmtudagurinn fór í að versla Jango Fett búning í miðbænum. Búðin opnaði reyndar ekki fyrr en kl. 15:00 þannig að við drápum 3 tíma á tvöföldum hraða og Hlynur var svo alveg í skýjunum á eftir.

Föstudagurinn fór í að hanga uppi á herbergi vegna þess að Hlynur var svo slappur. Greyið fékk hita í kjölfar sýkingarinn sem hann var með en það var samt ótrúlegt hvað hann var rólegur allan daginn. Það er alltaf jafn skrýtið þegar krakkar verða veik og verða svona orkulaus... sérstaklega orkuboltar eins og Hlynur er. Hann var bara í tsjillinu allan daginn í rúminu og rétt fór fram úr til þess að fara á klósettið. Ég fékk reyndar ótrúlega flotta gjöf frá Hlyni og Karen en það voru drekakertastjakar... alveg KILLER flottir!!!

Laugardagurinn fór svo í það að pakka og drífa sig út til þess að ná strætó í Terra Mitica. Sjetturinn hvað það var gaman þar! Vorum þar í 6 tíma en hefðum getað verið helmingi lengur. Við vorum eiginlega hálf heppin að það hafi ekki verið glampandi sól þá því að þá hefðum við komið nokkuð brunnin heim.

Að mestu var svo bara slappað af við laugina í lok dags, leikið sér í leiktækjunum í kjallaranum á hótelinu eða fylgst með The John Christian Soundmachine sem var alveg hillarious dæmi... póstmódernískur trúbador sem spilað alltaf sömu lögin, alltaf í sömu röð og alltaf sömu brandararnir á milli... alveg killer sjálfshlátur eftir hvert punch-line hjá sjálfum sér... BARA fyndið.

Ohhh... hvað þetta var gaman og verður bókað gert aftur... Marco, einn þjónanna á hótelinu fór meira að segja í klippingu á föstudeginum og lét klippa sig eins og Hlynur... fékk sér skott (reyndar örlítið meira mullet) en Hlynur var ánægður með kappann :þ

Karen beibí ætlar svo að koma með mér á Ladda sýninguna en ég fékk tvo miða frá henni í afmælisgjöf auk Attenborough-pakkans-Planet Earth sem verður legið yfir á næstunni. Systkini mín gáfu mér svo löngu-tímabæra gjöf en ég fékk vöfflujárn frá þeim þannig að það er nú ekki mikið mál að skella í nokkrar vöfflur næst þegar ÞÚ kemur í heimsókn :)

Lag dagsins er 'For Energy Infinite' með Mazarin... þetta er í Puma auglýsingum í spænsku sjónvarpi og ótrúlega skemmtilegt lag. Getið heyrt það hérna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?