<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 30, 2007

Ég er búin að fá nóg af þér... helvítið þitt! 

Svo mörg voru þau orðin sem flugu út um baðherbergisglugga á 1. hæð í blokk í Vesturbænum í morgun. Góð leið til þess að byrja vikuna. Stormasamt eða ekki... ég þekki þetta fólk ekkert, hef aldrei séð það áður og veit ekki hvort ég sjái það aftur nema ég fari að hanga fyrir utan þessa blokk næstu daga til þess að sjá hvernig málin þróast... en nenni því ekki, hef ekki tíma í eitthvað svoleiðis.

Auðvitað eru sumir sem þrífast hreinlega á drama... fólk sem annað hvort festist og staðnar í einhverjum drama pakka hreinlega bara til þess að hafa eitthvað til að tala um. Skilur svo ekkert í því af hverju alltaf er allt á afturfótunum. Leggur hreinlega allt á sig til þess að hafa rétt fyrir sér og er jafnvel komið 180° frá því sem það byrjaði á... svona 'Right-Fighters' eins og Dr. Phil kallar þá.

Svo er náttúrulega líka hitt fólkið sem gerir eitthvað í þessu... annað hvort reynir að finna eitthvað nýtt til þess að láta líf sitt stjórnast í kringum eða leitar sér "hjálpar" með því að upphefja sjálfa sig í augum einhvers sem þekkir þá ekkert.

Snillingurinn úr Dexter kom með heilhveiti góðan punkt um daginn... biðstu bara afsökunar þó svo að þetta sé ekki alveg þér að kenna... þú getur allaveganna rætt þetta betur eða haldið áfram með lífið. Það var nú kannski ekki alveg svona, orðrétt... en beisikklí sami boðskapur.

Við kærustuparið erum blessunarlega laus við allt rifrildi... ég er samt alveg á því að þetta sé ekki alltaf þannig hjá okkur að annað hafi rétt fyrir sér heldur frekar að við virðum skoðanir hvors annars og pössum okkur á því hvað við látum út úr okkur... betra er að þegja og virðast heimskur heldur en að tala og taka af því allan vafa!

Annars er bara nóg að gera. Búið að vera brjálað að gera alla seinustu viku og það var ótrúlega skrýtið að fara inn í þessa helgi, enginn Hlynur, enginn hasar... bara tsjill. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að kíkja út á lífið um helgina en var skriðinn upp í rúm um miðnætti... Karen sagði að við værum ónýt þegar við fórum á fætur uppúr 8 í gærmorgun... við erum alveg hætt að kunna að sofa út eftir að við fórum að djöflast í ræktinni alla morgna. Við erum búin að vera að í 2 mánuði c.a. og um næstu helgi ætlum við að svissa yfir í páverprógramm. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þá...

Helgin fór í að sófakartöflast og ég var orðinn svo ótrúlega eirðarlaus rétt fyrir 7 í gær að ég veit ekki hvað ég hefði gert hefðu Jeremy og félagar í Topgear ekki komið til sögunnar. Sjúkkitt!
Hafið það gott í dag... lag dagsins er Lost in America með Alice Cooper... sem minnir mig ótrúlega á einn sem ég þekki :þ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?