<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 08, 2007

Gleðilega páska 

Boð og bönn... Eins gott og mér finnst að fá mér páskaegg þá er ég svolítið pirraður á því að íslenskt samfélag stjórnist algjörlega af helgisiðum og pælingum kristinnar trúar. Þetta eru einu skiptin sem ég dauðvorkenni innflytjendum og þá sérstaklega þeim sem eru ekki kristin.

Einhvern tíman var þetta þannig að á föstudeginum langa þá mátti maður ekki gera neitt... maður átti að þjást eins og kristur... sitja penn í sparifötunum og láta sér leiðast þannig að þetta væri nú alvöru föstudagurinn langi.

Samkvæmt mörgum sem tóku þátt í könnuninni sem ég var spyrill fyrir í sumar voru margir á því að unga fólkið í dag virti ekki og hélt ekki í gamla siði eins og fólk gerði áður. Þetta unga fólk... þarf alltaf að vera að skemmta sér og láta sér líða vel... svipuð pæling eins og að strákar þurfi meiri líkamleg 'activities' í skólanum af því að þeim líður svo illa í skólanum... Ég er ekki á því að ég hafi þurft á einhverju líkamlegu að halda til þess að koma mér í gegnum skólann.

Mér finnst þetta bara ósanngjörn pæling að fólk þurfi beygja sig undar landslög vegna þess að við erum með ríkisrekna trú sem er ofar lögum. Allt út af einhverjum gaur sem við erum ekki einu sinni viss um að sé til eða hafi verið til. Þetta er bara svona... trúin flytur fjöll og við fögnum upprisu hans með því að borða súkkulaði.

Fyndið... sjónvarpið datt út rétt núna og Hlynur spurði: „Hvað gerðist?!?“ -„Já, svona er þetta bara Hlynur... það má ekki neitt á páskunum... ekki einu sinni horfa á sjónvarpið!“ Haha... ég leiðrétti þetta rétt áður en útsendingin komst aftur í lag.

Mér finnst það líka pínu hræsni hjá fólki að vera brjálast yfir virkjunum og stóriðjuframkvæmdum þegar við gætum heldur tekið okkur til og gert Ísland að ferðamannaparadís yfir páskana og haft opið. Því að þegar á botninn er hvolft þá erum við bara neytendur (e. consumers) og viljum njóta lífsins gæða... hvort sem þau fást í 10-11 á páskadag eða einn og einn dagur af óspjallaðri náttúru í viðbót!

En yfir í léttari hluti þá erum við búin að hafa það gott undanfarna daga. Fengum frábæran mat í afmælinu hjá ömmu Lillu, föstudagurinn langi fór í sundferð... mjög langa sundferð. Laugardagurinn líka, sundferð og bíó. Heví kúl að fara á The Robinsons family 3-D. Fengum gleraugu og allt... þetta minnti okkur Hlyn á Lególand þegar við fórum á 4-D sýninguna þar, en það var frekar klikkuð upplifun. Í dag var Hlynur svo kominn á fætur kl. 6:30, búinn að borða morgunmat kl. 6:38 og búinn að finna bæði páskaeggin sín kl. 6:43. Ekki amaleg frammistaða þar. Karen hefur reyndar misst af þessu öllu útaf veikindum. En hún er að skána nú þessi elska... ágætt hjá henni að taka þetta út áður en við förum út. Sem verður eftir 6 daga... Allt að gerast.

Vefsíða dagsins er www.vantru.net en þar má finna ýmsan fróðleik sem kollvarpar hugmyndum fólks um Kristni, 'Stóra sannleik' og aðrar póststrúktúralískar pælingar. Inná Vantrú má finna link á teiknimyndasögur um Jesús og Múhameð en ástæðan fyrir því að múslimirnir eru ekki búnir að missa yfir þessu er líklegast sú að þeir kunna ekki á tölvur. Bullandi fordómar í gangi hérna... :þ en það er allt í lagi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?