<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 14, 2007

Hafið það gott! 

á meðan við erum á Spáni :)
Förum eftir svona 2-3 tíma út á völl og lendum svo um 9 leytið í kvöld (að íslenskum tíma). Það er kominn ferðahugur og spenningur í okkur öll en mér finnst merkilegast af öllu hvað Hlynur getur sofið. Hann svaf lengur en við Karen í morgun sem mér finnst skrýtið af því að ég gat aldrei sofið nóttina áður en við fórum út í gamla daga. Spenningurinn var hreinlega að drepa mig!

Helga, Atli, Þóra, Aggi, Nína og Baltasar komu í mat til okkar í gær og það var frekar þægileg leið til þess að hugsa ekki um morgundaginn... ég er búinn að vera ótrúlega spenntur. Dreymdi meira að segja í nótt að við værum á hóteli, geðveikt flottu og fengum herbergi nr. 700. Það verður gaman að sjá hvort við verðum á 7. hæð á Levante Club á Benidorm :)

Annars bið ég kærlega að heilsa og vonandi verður ekki rigning allan tíman eins og þeir á www.weather.com spá fyrir.

Lag dagsins er Leaving on a jet plane (reyndar eftir John Denver) en hér í flutningi Chantal Kreviazuk (soundtrack úr Armageddon).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?