<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 12, 2007

How the flies fun when you're having time... 

Brjálað að gera... ekki nema 2 dagar í Benidorm!!! Úff hvað þetta er fljótt að líða... það er með ólíkindum.

Páskarnir voru frábærir fyrir utan eggjakastið... við gerðum ótrúlega lítið en hittum Helgu og fjölskyldu nokkrum sinnum og það er ótrúlega skemmtilegt að hnoðast með Baltasar. Hann er með ólíkindum frábær og flottur gaur.

Á þriðjudaginn seinasta var starfsdagur án nemenda hérna í skólanum og við skelltum okkur í gamla skólann minn, Grundaskóla, í vettvangsferð. Þetta er svo frábær skóli að það hálfa væri nóg... það er eiginlega með ólíkindum :)
Það eru fullt af skemmtilegum pælingum í gangi þar og ótrúlega flott stemning. Það verður svolítið skrýtið að Gutti skólastjóri verði ekki þarna á næsta ári en hann hefur gert svo mikið fyrir þennan skóla að maður er ótrúlega stoltur af því að hafa verið þarna. Reyndar efast maður ekkert um að það taki ekki eitthvað gott við þó svo að Gutti sé að fara því að þarna er þvílíkt einvalalið kennara og annars starfsfólks að skólinn á eftir að vaxa og dafna áfram. Gaman að hitta gömlu kennarana aftur og manni var heilsað og kvaddur með kossum og faðmlögum. Nína frænka er í góðum höndum.

Hins vegar er ég sannfærður um það að Samfylkingin sé besti kostur núna, enda er Gutti skólastjóri oddviti Samfylkingarmanna og -kvenna í Norðvestur-kjördæmi. Ég hlakka til að sjá hann í pólitíkinni og ég vona bara innilega að hann komist sem fyrst inn í menntamálaráðuneytið. Ég held að það væri ótrúlega gott fyrir Ísland í heild sinni og menntamálin hérna heima að fá einhvern hugsjónamann sem hefur virkilegan áhuga á menntamálum sem menntamálaráðherra. Hann er flottur gaur og það verður gaman að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef það hefur einhvern tíman verið rétti tíminn til þess að kjósa rétt... þá er hann núna! Áfram Samfylkingin!


Lög dagsins eru Stjórnsýslulögin nr. 37/1993

This page is powered by Blogger. Isn't yours?