<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Random blues... 

Djö*?& var þetta flott í gær!!! Tilviljun, blústríóið úr Hagaskóla stóð sig með svo mikilli prýði innan um þekktustu og frægustu blúslitamenn Íslands í gær að það hálfa væri nóg. Þetta var ótrúlega spennandi að 3 guttar úr 9. og 10. bekk Hagaskóla hefðu verið leiddir saman fyrir tæpum 4 mánuðum, byrjuðu ekki að æfa fyrr en fyrir viku síðan og voru að fara að opna Blúshátíð Reykjavíkur 2007.

Við mættum upp á Nordica Hótel hálf fimm í gær fyrir sándtjékk en það var allt búið að dragast þannig að þeir opnuðu ekki Blúshátíð Reykjavíkur á setningarathöfninni eins og til stóð. Hins vegar fengu þeir sándtjékk rétt fyrir 6 og það var heví kúl að KK var í útvarpsviðtali á sama tíma í hinum enda hótelsins og þegar strákarnir voru að ljúka seinna laginu í sándtjékkinu kom KK hlaupandi inn í salinn, skælbrosandi og forvitinn á svipinn og spurði hvað væri að gerast. Honum fannst þetta heví flott hjá þeim og stökk strax upp á svið og tók í hendurnar á strákunum.

Klukkan 8 var svo allt tilbúið og strákarnir baksviðs, búnir að tjúna hljóðfærin og bara að spjalla við Guðmund Pétursson gítarleikara. Þeir fóru svo upp á svið og komu sér fyrir á meðan Dóri í vinum Dóra kynnti þá sem opnunaratriði Blúshátíðar Reykjavíkur 2007.

Strákarnir spiluðu rólegt blúslag sem þeir höfðu samið á föstudaginn. Þeim var fagnað í lokin en svo breyttist stemningin í seinna laginu hjá þeim en þeir tóku blúsdjamm út úr Crossfire með Stevie Ray Vaughan. Það var brjáluð stemning og ég held að þetta hafi komið gestum og tónlistamönnum verulega á óvart hversu þéttir og flottir þeir væru. Þeir fengu frábærar undirtektir frá áheyrendum, reynslunni ríkari og alveg í skýjunum. Þeir eiga eftir að gera frábæra hluti. Sjetturinn hvað þetta var flott!

Lag dagsins er Crossfire með Stevie Ray Vaughan

This page is powered by Blogger. Isn't yours?