<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 24, 2007

Frábær árangur!!! 

Karen er búin að fá einkunn fyrir B.A. ritgerðina sína og hún fékk 8! Alveg hreint frábært og alveg hreint frábær ritgerð líka.
Þóra fékk líka 8 í einkunn fyrir B.A. ritgerð sína! Þannig að það verður tvöföld háskólaútskrift í fjölskyldunni í júní!
Svo er mamma að brillera í dönskunni úti... ekkert nema tíur og ellefur (einkunnir eru gefnar upp í 13, að 12 undanskildri, hann er voða spez með þetta bauninn). Þar að auki er hún hæst í bekknum.

Frábær árangur hjá þeim og ég ótrúlega stoltur.

Af mér er líka gott að frétta. Það er mikill áhugi fyrir því að halda mér í Hagaskóla og ég er mjög stoltur og ánægður með að hafa svona mikinn stuðning starfsfólksins þar. Ég hef náttúrulega verið að gera góða hluti þar, bæði af sjálfsdáðum og í samstarfi við annað starfsfólk þar þannig að þetta er hressandi stemning. Ég er reyndar með járn í eldinum sem skýrast vonandi fljótlega.

Karen er reyndar búin að vera súr og svekkt undanfarna daga að ég er eiginlega kominn með viðhald... hún heitir Honda CB og er 650 kúbik :þ Ég verð semsagt hjólandi í sumar þegar viðrar og það er ótrúlega gaman. En Karen kætist bráðum... eða í kring um 10. júní þegar ég kem heim frá Danmörku með hjálma fyrir okkur bæði. Ég er með lánshjálm núna og það verður hressandi þegar við getum farið saman út að 'leika' á kvöldin með nýju hjálmana okkar... á mótorhjólið/viðhaldið. Ég ákvað að bíða með kaupin þangað til í Dk vegna þess að hjálmurinn sem kostar 24.000 hérna kostar ekki nema 10.000 úti í Dk. Sami hjálmur! Svo er stefnt að því að reyna að redda sér skálmum í leiðinni en það er í vinnslu hjá mér að finna út hvað Chaps/Biker Chaps heita á dönsku svo ég eigi auðveldara með að googla eða kelkoo-a búðir sem eru með svona leðurskálmar eins og ég er að leita að. Ég hef rambað inn á allt of margar síður sem er meira svona kynlífshneigðar heldur en mótorhjólahneigðar... og ég er kannski ekki alveg að fara versla leður skálmar þaðan... þó svo að þeim fylgi g-strengur fyrir karlmenn.
Samt... þægilegt og hressandi í innanbæjarakstrinum. Ekki eins öruggt og leðurbuxur eða gore-tex hjólagallarnir en 10 sinnum þægilegra og fljótlegt að vippa sér úr þeim þannig að maður skelfi ekki blýantsnagara sem eru með bullandi fordóma í garð hjólafólks :þ

Honda CB 650:


Caberg Flip-up hjálmur:


Leður skálmar:


Vil í lokin minna á Dúndurfréttir sem eru að spila á Gauknum í kvöld... Lag dagsins er Highway Star með Deep Purple sem ég fer að sjá aftur á sunnudaginn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?