<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 26, 2007

ég er H U L K ! ! ! 

Við Karen erum búin að vera að lyfta síðan í byrjun mars, eða bráðum að detta í 3 mánuði. Vöknum fjóra daga í röð kl. 06:00 og brunum út í Þrekhús, tökum þar á í 30-45 mínútur og 'sofum út' fimmta daginn. Þetta er gamla prógrammið mitt sem við höfum verið að nota og skiptum líkamanum upp í 4 vöðvahópa. Fyrsti daginn tökum við brjóst og tricep, annan daginn tökum við lappir, þriðja daginn tökum við bak og fjórða daginn tökum við axlir og bicep. Fimmti dagurinn er svo pása vegna þess að vöðvarnir stækka mest í hvíld. Það er skemmst frá því að segja að við breyttum um prógramm eftir fyrstu 2 mánuðina og fórum yfir í 'power' prógramm. Staðan er þannig hjá mér núna að ég er búinn að bæta t.d. 35 kg á stöngina í bekkpressu síðan við byrjuðum og farinn að pumpa 75 kg 3x6 lyftur í power prógramminu! Ég á núna 4 daga eftir í prógramminu og ég ætla að reyna við 80 kg á mánudaginn kemur... Styrkurinn í kroppnum er orðinn ótrúlegur og þetta er ótrúlega frábær tilfinning að vera að stunda hreyfingu þó svo að ég telji einn fylgifiskinn af þessu breytta líferni ekki vera það skemmtilegasta í heiminum... Ég er hættur að geta sofið út. Líkaminn minn fílar greinilega að fara í ræktina og vekur mig iðulega á morgnanna til þess að geta farið að lyfta lóðum og vera innan um ógeðslega líkamslykt annarra!
Sofa út á laugardegi eins og þessum í dag þýðir að vakna kl. 07:40... GAMAN! Kosturinn við það að umgangast fullorðið fólk sem neitar að þvo leikfimifötin er enginn þannig þetta er ótrúlega sérstakt. Þá myndi ég heldur velja að konurnar kæmu í ræktina eins og þær uppá Skaga þegar ég var að lyfta þar... í rándýrum tískufötum í staðinn fyrir leikfimiföt og andlitið málað svo rækilega á þær að það myndi þola kjarnorkusprengju í 5 metra fjarlægð!

Eftir næstu viku ætla ég að svissa aftur í gamla prógrammið mitt sem er 3x12 lyftur og taka það í einhvern tíma... en það er spurning um að reyna að skríða aftur upp í rúm og kreista aftur augun í eins og 20 mínútur í viðbót... þó ég telji ekki miklar líkur á því að ég sofni aftur, eins glaðvakandi og ég er núna...

Lag dagsins er Scar on the sky með Chris Cornell sem er á nýju plötunni hans: Carry on, sem kemur út 5. júní. Alveg ágætis plata þarna á ferð þó svo að hann hefði mátt klippa naflastrenginn betur frá fyrri plötunni sinni Euphoria morning.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?