<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 27, 2007

Ég verð nú að segja... 

fyrir mína parta að Uriah Heep átti þetta kvöld algjörlega!!! Djö*?&%#$ Fö#$%&* snilld!!!
Mick Box er náttúrulega algjör snillingur og hann var heví flottur í kvöld. Ég og Atli stóðum beint fyrir framan þar sem hann var staðsettur á sviðinu og ekki nema nokkrar hræður fyrir framan okkur. Þetta var alveg málið...
Bernie Shaw kom mér verulega á óvart og hann er þéttur í sönginum svona læf...
Trevor Bolder plokkaði bassann sem aldrei fyrr og hann kom mér verulega á óvart.

Gypsy, Easy livin', July morning, The wizard, Sunrise voru á meðal laga á prógramminu þeirra og það var VERULEGA kúl að heyra þessi lög læf með Uriah Heep. Alveg klikkað ánægður með þessa tónleika.

Við fórum úr þvögunni eftir að Uriah Heep voru búnir að spila því að ég var eiginlega kominn á það að ég væri búinn að fá minn skammt... Deep Purple áttu ekkert í Uriah Heep að mínu mati... og mér fannst það alveg skelfilegt að heyra í Ian Gillian í fyrsta laginu og syngja 'Into the fire' á kolvitlausum stað... þeir eru orðnir 'second grade' að mínu mati... ef það er rétt sem mér heyrðist, að Uriah Heep væri að koma aftur í haust þá er alveg bókað að ég mæti þar!!! En ég er búinn að fá minn skammt af Purple í bili... þangað til næst bara með Dúndurfréttum. Sem minnir mig á það... miðarnir okkar Karenar á Dúndurfréttir og Sinfó eru týndir í blaða-, pappírsflóðinu hérna heima þannig að maður þarf að fara að leita að þeim ef maður ætlar á þá tónleika! Sejetturinn...

Lag dagsins er Highway Star með Deep Purple af því að ég fór áður en þeir spiluðu það...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?