<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 10, 2007

Getum við hætt þessari vitleysu?!? 

Sko...
Þeóría 1.:
Ríkisstjórnin núverandi vildi tryggja það að Eurovision myndi ekki skyggja á kosningakvöldið þannig að þeir mútuðu yfirkjörstjórn Eurovision hátíðarinnar þannig að Ísland kæmist ekki áfram. Það er líklegt að þeir hafi sent þeim mynd af Birni Bjarnasyni brosandi til þess að skelfa þá.

Þeóría 2.:
Innflytjendur frá austantjaldsríkjum á Íslandi eru ekki nægilega margir til þess að Íslandi sjáist marktækt á kortinu. Þetta eru kannski dulin skilaboð til komandi stjórnar að leyfa óhindraðan aðgang einstaklinga frá austantjaldslöndum.

En í guðanna bænum getum við hætt að gera okkur að fíflum?!? Við eyðum og hendum fleiri fleiri milljónum í þetta batterí af því að við höldum að við getum komið með eitthvað lag og eitthvað atriði sem skákar austantjaldsmafíunni... af hverju er ekki neinn nógu klár til þess að skoða undanfarin ár og sjá hvaða lönd eru í efstu sætunum? Það er svosem ekki að því að spyrja... við erum 300.000 og við erum með ræðismannaskrifstofur í næstum því hverju landi í heiminum... engin furða að við þurfum innflytjendur til þess að auka mannfjöldann hérna heima... af því að allir útbrunnu stjórnmálamennirnir og ríkisbubbarnir fá villu og 'low-maintainance' vinnu í útlöndum við að eyða skattpeningunum okkar í ekki neitt.

Af hverju er ekki val hvort að maður láti skattpeningana sína renna í þessa vitleysu?

Ég vil enn og aftur koma fram með hugmynd mína um Scandi-vision... Skandinavíulöndin haldi sameiginlega keppni þar sem framlag frá hverju landi eru tvö lög. Það býður upp á miklu skemmtilegri keppni þar sem að sönghæfileikar og hæfileikar til lagasmíða og textasmíða gætu skinið í gegn án þess að vera gegnsýrt af því að innflytjendur kjósi sitt heimaland. Þar að auki gæti þetta verið tækifæri fyrir enn fleiri laga- og textahöfunda að láta ljós sitt skína og eiga tækifæri til þess að koma sér á framfæri. Er hægt að setja málið í athugun a.m.k.?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?