<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 27, 2007

Nú er komið að því!!! 

Ég var að segja við Karen í dag að nú er loksins komið að því... ástæðan fyrir því að þetta blogg var stofnað á sínum tíma í nóvember 2003 var sú að ég ætlaði að efna til hópferðar til Danmerkur að sjá Uriah Heep og Deep Purple saman. Þess vegna heitir þetta blogg Rokkið Lifir!!! Nú, þremur og hálfu ári seinna er þetta því að verða að raunveruleika. Ég hlakka ótrúlega til í kvöld. Ég hef alltaf verið meiri Uriah Heep maður heldur en Deep Purple og mér finnst frábært að eiga færi á því að sjá þá áður en þeir hætta (sem er reyndar ekki búið að gefa út hvenær verður).

Deamons and Wizards og Salisbury eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér af plötum Uriah Heep og þó svo að Mick Box sé í raun einu orginal meðlimur bandsins verður rokk og ról í kvöld. Það er allt í lagi... hann er það flottur gaur að hann heldur þessu vonandi uppi.

Lag dagsins er The Spell af Deamons and Wizards með Uriah Heep.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?