<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 30, 2007

Tilammíggju!!! 

með daginn Þóra systir... 27 ára! En ég var samt á undan þér... ég varð 27 fyrir 2 árum! :þ
Vona að þú sért búin að hafa það gott í dag og hafir það gott hjá okkur í kvöld (intermission fram að eftirrétti).

Af öðrum hlutum þá vaknaði ég með aumuna á mánudaginn... er fyrst að hafa mig í það að blogga um átökin á mánudagsmorgninum í ræktinni. Ég náði 80 kílóum í bekkpressunni sex sinnum... svo fimm sinnum... svo fjórum sinnum með mikilli aðstoð við seinustu lyftuna :( Frekar svekktur en ég get svosem sjálfum mér um kennt... að hafa fengið mér bjór á laugardaginn... það er ótrúlegt hvað þetta hefur áhrif á kroppinn... úthald, styrkur, allur pakkinn er bara miklu slappari og þó það væru 2 dagar frá bjórnum. Ömurlicht!

Eníhjú... er að trylla ferðafélagana mína fyrir danmerkurferðina í næstu viku... sendi þeim póst í dag þar sem ég sagði að það mætti búast við því að einhverjir væru orðnir þvoglumæltir af spenningi af því að það er bara vika í ferðalagið... :þ

Svaf yfir mig í morgun... heilar 40 mínútur... en vaknaði samt fyrir 7... sem þýðir það að ég fór ekki í ræktina í morgun :( Þetta er bara svona stundum... kroppurinn er reyndar farinn að öskra á frí... það er ekki nema einu sinni á 5 á dögum sem kroppurinn fær svoleiðis munað... en bráðum koma 4 pásudagar, ja, nema það sé salur í spa-inu á hótelinu sem ég fer á... býst reyndar ekki við því... held að það sé bara sauna þar... en það er allt í lagi... ég verð orðinn evrópumeistari í glasalyftingum á vinstri eftir þessa ferð... ég ætla að reyna að halda það út... vera sterkari öðru megin... nær hjartanu... nú er ég farinn að bulla... en það er allt í lagi... af því að það er allt í lagi...

...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?