<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 03, 2007

Af hverju... 

gerir Kalli Bjarni bara ekki eins og allir aðrir rokkarar sem eru orðnir fátækir og heldur tónleikaröð? Það er fljótlegra að flytja inn 2 kíló af kókaíni... heimskulegra... en fljótlegra. Nú er það spurning hverju um verði kennt... Idolið? Frægðin? Konunni hans?

Af hverju hættum við ekki þessum þykjustuleik með landsliðið í fótbolta (karla það er að segja) og hættum að taka þátt í þessum alþjóðakeppnum? Í Fréttablaðinu í dag er einhver alveg kolvitlaus af því að hann vill að Eyjólfur Sverrisson segi af sér. Af hverju? Jú af því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann ekki Lichtenstein. Af hverju skilja þessar fótboltabullur að Íslendingarnir eru bara ekki betri en þetta?!? Alltaf verið að kenna þjálfaranum um... það er eins og það sé verið að kenna bakaranum um ef bakkelsið er vont... ekki það að bakarinn var með gamalt og grútmyglað hveiti sem honum var skaffað.

Af hverju skiljum við ekki að hæfileiki okkar er bara ekki meiri en hann er í raun og veru og verum bara ánægð með að eiga einstaka undrabarn í þessu eða hinu... við þurfum ekki að vera best í öllu... það er bara heimskulegt að fara fram á það... Við erum ekki nema 300.000 hérna og ekki einu sinni öll íslendingar... þannig að það er engin furða að við séum ekki með uppskriftina að úber-genunum. Alveg eins og Færeyingar eiga sönggoð Íslendinga um þessar mundir þá getur það alveg verið að tilviljanakennd eða fyrirfram ákveðin og flókin genasamsetning forfeðra hans hefur hitt þannig á að genin hans Jógvans hafa þróast frá því að vera sjóveikir norðmenn yfir í að vera næturgalar. En það eru bókað ekki allir Færeyingar þannig.

Árinni kennir illur ræðari... og Íslendingar kenna öllum öðrum um...
Lag dagsins er Can't change me með tilvonandi Íslandsvininum Chris Cornell.

Ég er tilbúinn í að selja eins og hálfa sálina mína fyrir það að fá að hitta hann í eigin persónu... auðmjúkur býð ég hana í skiptum fyrir eins og einn fund... þekkir þú einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem gæti haft áhuga á auðmjúkri sál? (hálfri sko...)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?