<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 11, 2007

Kominn heim! 

Það er gott að vera kominn heim... segi nú ekki annað... þetta var alltof erfitt fyrir mig og minnti mig á tíðum um djobbið mitt í álverinu. Að vera í svona miklum hita og svitna endalaust er bara ekki það skemmtilegasta sem ég geri!

Miðvikudagur
Vaknað mjög snemma eftir lítinn svefn og farið í rútu út á Keflavíkurflugvöll. Þegar þangað var komið fengum við okkur ferðavatn og héldum svo út í flugvél. Þegar ég lendi svo í Kaupmannahöfn sting ég ferðafélagana mína af til þess að fara alla leið út í Frederikssund. Mamma og Þórður gera fátt annað þessa dagana en að koma manni á óvart á einn eða annan hátt og gerðu það með því að vera mætt á Castrup til þess að taka á móti mér. Þau skutluðu mér út í Frederikssund þar sem við fundum búðina sem ég ætlaði í. Þar var hinsvegar lokað en gaurarnir opnuðu bara fyrir mér af því að ég var kominn svo langt að og þeir voru auðvitað alveg frábærir gaurar! Svo kemst ég að því að þessi búð sem ég er kominn í er ekki búðin sem ég bjóst við af því að það er bara netverslun... nú var illt í efni af því að þeir voru eiginlega ekki með neitt vöruúrval. Gaurinn átti samt tvennar skálmar og það runnu á mig tvær grímur þegar ég skellti mér í aðrar og sá verðmiðann. 3000 kall (dk) fyrir Harley Davidson skálmar. Það er bara 33.000 krónur! En hann sagði að ef þær pössuðu myndi ég fá þær á góðum díl af því að þær voru búnar að hanga þarna lengi og hann vildi heldur að einhver fengi þær en að þær myndu bara hanga áfram. Rétt áður en ég spyr um verðið þá segir hann: þú færð þær á 500 kall (dk)! Ég tók þær náttúrulega bara með því sama!!! 5000 kall og ég var búinn að reikna með a.m.k. 12-15.000 isk í þennan lið. Mamma og Þórður skutluðu mér svo á hótelið í Frederiksdal, Lyngby. Þvílíkur munur að hafa svona gps dæmi í bílnum. Restin af deginum fór svo bara í tsjill.

Fimmtudagur, föstudagur og laugardagur fóru svo í það að vakna allt of snemma eftir alltof lítinn svefn og kynnast nokkrum skólum í Danmörku. Fórum fyrst í DPU (Danmarks Pedegogiske Universitet) en þar er boðið upp á margvíslegt nám á háskólastigi og framhaldsstigi. Svo Vanlöse skole sem er grunnskóli í Köben. Svo fórum við í grunnskóla í Humlebæk og Louisiana listasafnið í Humlebæk. Svo eyddum við restinni af föstudeginum í sjónum við Humlebæk og þvílíka snilldin sem það var!!! Ég er algjör brúníngi eftir þessa ferð og sjóbuslið var ákkúrat temmilega langt hjá okkur þannig að ég brynni ekki... rétt slapp!

Laugardagurinn var hópavinnudagur og við settum fram alveg frábærar hugmyndir öll og það verður gaman að hrinda þessu í framkvæmd í vetur. Fullt af nýjum pælingum og vel útfærðum hugmyndum... greinilegt að fólk þurfti á einhverju svona að halda til þess að auðga hugmyndaflæðið og andann :)

Hitti svo mömmu og Þórð í gær áður en ég fór heim og það er nú alltaf jafn gaman að hitta þessi krútt... þau voru líka fegin að losna úr hitanum í íbúðinni sem var víst alveg óbærilegur.
Áður en ég hitti þau fór ég í Tívolíið og tók þar út andlegt fæði fyrir æringjann í mér. Það versta við það var að ég var að asnast í eitthvað tæki þarna sem ég hefði betur átt að sleppa. Ég var svo hræddur í því að ég var næstum því farinn að gráta í alvörunni! Ég var með önd í hálsinum og tárin næstum því í augunum en það sem kom í veg fyrir það að ég færi að gráta í alvörunni var það að við hliðina á mér sat 10 ára stelpa sem var alveg að fíla sig. Þetta tæki er þannig að maður situr í tveggja manna rólu og fer 80 metra upp í loftið og snýst þar á fullri ferð í eins konar hringekkju. Ég fann það bara þegar ég var kominn upp að það sem heldur manni þarna í rólunni eru 4 örþunnar og litar keðjur... ég fór að reikna og sá það alveg í hendi mér að þetta myndi ekki halda okkur þó svo að við værum lítil og létt saman... en ég bjóst við því að ég myndi dreifast yfir spor 3, 4 og 5 á höfuðbananum þegar keðjurnar myndu slita... ekki fara í þetta tæki... ég fyrir mitt litla líf fer aldrei aftur og vona bara að það verði ekki nein banaslys í TÆKI DAUÐANS!!! Sjá hér: http://www.tivoli.dk/composite-4682.htm

Óli Rokkari... feginn að vera á lífi!
Lag dagsins er Alive með Pearl Jam

This page is powered by Blogger. Isn't yours?