<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 28, 2007

H.Í.F. 

Mikið hefur á daga mína drifið undanfarið... hef samt ekki haft tíma til að blogga... þar til núna. Við ástarhnoðrarnir erum komin á fætur kl. 9 á laugardagsmorgni, Karen að baka og ég að velta vöngum yfir miklum draumförum.

Ég fór í jarðaförina hjá Alla um daginn og mér finnst alltaf svo sorglegt þegar ungt, gott fólk deyr. Það virðist oft vera þannig að besta fólkið deyi af slysförum. Only the good die young-línan úr lagi Billy Joels er búin að hljóma í hausnum á mér alveg frá því að ég frétti af slysinu.
Kirkjan var alveg troðfull og Vinamini (safnaðarheimilið) líka.

Ég á eftir að muna eftir virkilega góðum manni með smitandi hlátur.

Jæja... ætlaði bara að láta vita að ég væri ekki hættur að blogga... skrifa fljótlega aftur.
Bk,
Óli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?