<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Mixed tape... 

Anotherone bites the dust – Queen

Bíólagið – Stuðmenn

Crazy – Gnarls Barkley

Grace Kelly – Mika

In my dreams – Wig wam

Jesus is just alright – The Doobie brothers

Joker & the thief – Wolfmother

L.A. Woman – The Doors

Leysum vind – Stuðmenn

Lollipop - Mika

Manstu ekki eftir mér? – Stuðmenn

Ofboðslega frægur – Stuðmenn

Oh, oh, oh it’s magic – Pilot

Ramblin’ man – The Allman brothers band

Sandkorn – Mánar

Söknuður (bíddu pabbi) – Sóldögg

The final countdown – Europe

Touch me – The Doors

We are the champions – Queen

Woman – Wolfmother

Við feðgarnir settumst niður í dag og Hlynur valdi lög til þess að setja á disk sem ég brenndi fyrir hann. Ég er nokkuð ánægður með lagavalið hjá pjakknum enda alinn upp við eðaltónlist frá 6. áratugnum til dagsins í dag :) Hann á eftir að vera á góðum stað í lífinu út frá tónlistarlegu sjónarhorni...

Yfir í eitthvað allt annað... þá fór ég með hann á klósettið áður en ég fór að sofa á föstudagskvöldið og hann var mitt á milli svefns og vöku þegar hann kom inn á klósettið og sagði við mig:

Pabbi... ertu til í að setja þetta í hvíta kassann? (Hlynur hélt þumlinum, vísifingri og löngutöng saman eins og hann héldi á einhverju pínkulitlu á milli fingranna)

- Já... (sagði ég og flissaði pínulítið) Hvað er þetta?

(Hlynur lítur niður og honum til mikillar undrunar er ekkert á milli puttanna) Æji, ekkert...

- Hvað hélstu að þetta væri?

(Hlynur lítur aftur niður á puttana sína og losar fingurna eins og hann sé að sleppa því sem hann hélt á) Ég hélt að ég væri með eitthvað legó hérna (sagði hann og brosti út í annað hálf sofandi)

Þar með var því lokið... en áður en við fórum í sund í dag þá sagði hann mér að ég hefði líka talað upp úr svefni í morgun þegar hann skreið upp í til okkar :þ Gaman að því...

Mantra dagsins er: sími, veski, sígó... klikkar ekki áður en maður fer út úr húsi :)


This page is powered by Blogger. Isn't yours?