<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 09, 2007

Chris Cornell... 

Shit hvað þetta voru frábærir tónleikar!!! Ég hef bara sjaldan séð svona góða tónleika þar sem svona mörg af mínum uppáhalds lögum eru leikin. Ég er líka alveg sérlega ánægður með hvað hann tók mörg lög af sólóferli sínum. Þessir tónleikar eru/voru náttúrulega til þess að fylgja eftir Carry on-plötunni hans sem er nýkomin út en hann er þekktur fyrir svo rosalega margt annað.

Ég vona innilega að hann komi fljótlega aftur, eins og hann talaði um, en mér finnst það líka alveg ferlega kúl að hann hafi komið hingað af eigin frumkvæði og verið svona ánægður með okkur Íslíngana! Vona bara að Pearl Jam komi í kjölfarið og að ég fái annað tækifæri til þess að hitta hann.

Lifi rokkið... Lag dagsins er Scar on the sky með Chris Cornell

This page is powered by Blogger. Isn't yours?