<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 02, 2007

Tilammíggju!!! 

Elskulega og flotta kærastan mín átti afmæli 31. ágúst síðastliðinn... nánar tiltekið á föstudaginn. Þá varð hún þrítug. Hún höndlar þetta ágætlega þrátt fyrir mikla aldurskomplexa :þ neinei... segi svona... en hún er í óða önn að tileinka sér viðhorf tengdamömmu sinnar gagnvart aldri sem er alls ekki ónýtt.
Við fengum fullt af fallegu og skemmtilegu fólki til okkar í kaffi á föstudaginn og gaman að hafa góða að til að gleðjast á góðum tímum. Til hamingju með afmælið Karen.

Tengdamamma á svo afmæli í dag... hún er rétt nokkrum dögum eldri en dóttirin... en samt sem áður eru þær báðar í kringum tvítugt! :) Til hamingju með daginn í dag Beta.

Ástæðan fyrir því að ég er búinn að vera handa og fótalaus undanfarna viku er sú að tölvan mín hrundi... líklegast móðurborðið... nema hvað að það var power-supply-ið... hún er í intensive klöppun hjá Nonna frænda en gaurarnir hjá tölvufyrirtækinu sem ég fór með hana í viðgerð voru eitthvað alveg í ruglinu, fiktuðu eitthvað í bíosnum og nú er gamli harði diskurinn orðinn primary diskur, tölvan getur ekki unnið með geisladrifunum og ég sem er nýbúinn að henda floppy-unum hefði þurft mikið á þeim að halda í gær... en svona eridda og maður lætur bara þá sem kunna að tala Binary sjá um að tala Binary...
Ég er reyndar ekki alveg þannig að ég slefa og stama vegna tölvuleysis en nálægt því...

Fórum í gær í tvöfalt þrítugs-goth-afmæli hjá Möggu og Lóu og ég reyndar laug því að Karen í gær að ég hefði aldrei verið málaður um augun áður... eða ég held það... mig minnir að ég hafi verið málaður í kringum augun í einhverri af uppfærslunum í FVA á sínum tíma... ENÍHÚ... Þetta var ekki gaman en Karen naut þess og þá er tilganginum náð... hún naut þess... tók myndir og fær ALDREI að upplifa þetta aftur... þó svo að ég lofi reyndar engu með naglalakkið... það kemur í ljós :þ

Staðreynd dagsins kemur frá Dr. Phil og hljómar einhvern veginn svona: You can't change what you don't acknowledge...
út frá því er lag dagsins: Can't change me með Chris Cornell

This page is powered by Blogger. Isn't yours?