<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 28, 2007

Fátækur markaður... 

guð hvað ég vorkenni þeim sem eru á markaðnum... klárlega árshátíð ljóta fólksins í gær... útrætt!
Annars var gaman hjá okkur í gær... Jonni og Þóra sys komu í mat og við elduðum fajitas með kjúklingi... geggjað gott. Prófuðum að búa til kokteila í kokteilglösin sem við komum með af Glory (skipinu). Þeir brögðuðust ekki eins og þar... auk þess að loftslagið og stemningin var allt öðruvísi hérna heima heldur en þar :)
Þegar líða tók á kvöld fengum við Leibba Djazz til að kíkja í heimsókn sem hann og gerði... úr varð næstumþvípartý. Gítarinn var dreginn upp... Kashmir-lög rifjuð upp, jólalag kynnt og ég-kann-meir-en-þú-á-gítar keppnin var í fullum gangi á meðan kristilegt þungarokk í tölvunni yfirgnæfði gítarspilið... en það er allt í lagi :) Annars segja myndir meira en mörgþúsund orð...

Glösin:

„Bíddaðeins... ég þarf að brosa“:

Reiður... en hikandi:

Á einhverjar 7 myndir af þessum svip...


Flottur gaur... flottur gítar... flott jólalag... flott mynd:
Lag dagsins er Helplessly hoping með Crosby, Stills & Nash...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?