<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 26, 2007

OliOliOli... 

Það er alveg frábært þegar maður getur spjallað við litla frænda sinn í símann og hann þekkir mann... Ég spjallaði örstutt við Balthasar litla frænda í kvöld og hann þekkti mig alveg um leið og hann heyrði röddina... OliOliOli heyrðist hinu megin á línunni þegar ég var búinn að segja hæ við hann. Hann er klárlega flottur gaur! Hann er svo mikið rassgat að það hálfa væri nóg.
Hérna er hann að leggja mér línurnar í sambandi við hvernig ég á að vinna fyrir pabba hans og hvernig ég á að tækla lífið að hætti Marteins Mosdal (karakter úr smiðju Ladda) chwih, chwih, chwih!
Annars er það með því krúttlegasta sem ég veit að Balthasar er búinn að vera altalandi frá því um 6 mánaða... það bara skilur hann enginn! Hehehe... þessi barnýska hans er náttúrulega blanda af þýsku, íslensku og bulli... sem meikar náttúrulega ekkert sens! En flottur er hann...


(þó svo að hann sé með smá mat í andlitinu... hver er ekki með svoleiðis?!?)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?