<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 25, 2007

Að vera latur... 

... að blogga er ekki það sama og að vera latur í lífinu...
Ég er búinn að skila 30% verkefni og 20% verkefni, búinn að ná að mæta í alla tíma í háskólanum auk þess að vera að vinna rétt rúmlega fulla kennsluskyldu... ég er bara búinn að vera upptekinn!
En annars sakna ég bæði Bandaríkjanna og Karabíska hafsins... ef ég fengi að ráða myndi ég flytja með alla sem mér þykir vænt um þangað! Þvílíka dásemdin sem þetta er...

Allaveganna... ég er kominn heim og maður byrjar fljótlega að safna fyrir næstu ferð... í gamla daga fórum við fjölskyldan til útlanda á fjögra ára fresti... þá voru tímarnir aðrir og það var dýrara að ferðast til útlanda. En samt sem áður var þetta eitthvað sem við gerðum í nokkur ár, alltaf með 4 ára millibili. Það var bæði skemmtilegt að hafa eitthvað til að hlakka til auk þess að svona fjölskylduferðir eru alltaf skemmtilegar. Ég er hins vegar búinn að fara 4 sinnum til útlanda í ár og er ekkert að stæra mig af því... en ég held að þetta sé eitthvað sem maður fer að gera núna... safna bara fyrir siglingu og fara á tveggja ára fresti eða eitthvað svoleiðis. Það er hægt að gera þetta ódýrt... upp að vissu marki... en þegar allt er innifalið um borð í skipinu getur maður komist ágætlega frá borði... ef hægt er að segja það svoleiðis :)
Þegar maður pantar svo með meiri fyrirvara eru ferðirnar ódýrari og maður getur með þeim hætti greitt upp ferðina og safnað sér upp skotsilfri og gjaldeyri áður en maður fer :) En ég held að ég verði að vitna í Svabba þegar hann sagði: Hugsaðu bara um allar ferðirnar sem þú hefur farið til útlanda og allt sem þú hefur gert í þessum ferðum... þær eru bara drasl miðað við þetta! Ég held að ég hafi sjaldan heyrt útskýringu á einhverju frá einhverjum sem hefur hitt naglann svona rosalega á höfuðið...
En ég reyni að henda inn bloggi núna með reglulegra millibili... (þarf að gera það hvort eð er í einum kúrs þannig að það er alveg jafn gott að gera það hér líka)
Lifi rokkið... lag dagsins er Breath með Pink Floyd

This page is powered by Blogger. Isn't yours?