þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Brjálað að gera...
í augnablikinu, agaverið/nemendaverið/átaksverið er komið á fullt swing en engir nemendur. Þau eru búin að vera að bæta sig þannig að það er rólegt hjá mér í augnablikinu... það á samt eftir að breytast tiltölulega fljótt.
Annars hef ég það gott þó svo að það sé langt síðan ég bloggaði seinast... það fer að síga á seinni hlutann í þessu hjá mér og seinustu verkefnaskilin eru 17. desember í skólanum þannig að ég fer áhyggjulaus inn í jólafríið í kringum 20. des... man ekki hvort það byrji 21. des eða að það sé seinasti dagurinn... skiptir ekki miklu.
Flestar jólagjafirnar voru keyptar í ammeríggunni þannig að ég verð guðsblessunarlega laus við allt búðarráp í næsta mánuði... það eru ein og ein eftir... ekki meira :)
Hlynur fékk alveg æðislega umsögn frá skólanum sínum um daginn og alveg frábært hvað hann er að standa sig vel og hvað hann er klár. Það er líka gaman þegar hlutirnir ganga vel.
Vá... ég er alveg orðlaus núna... ég er búinn að bæta mig svo í vélritunarhraða á síðustu dögum að það hálfa væri nóg... ég er á fullu að klára eitt verkefni fyrir skólann og það er alveg merkilegt hvað maður er fljótur að detta niður í æfingu og hvað maður er fljótur að ná hraðanum upp aftur.
Aldrei að vita nema maður fari að nota msn-ið á fullu aftur...
Lag dagsins er smá retró-fílíngur... Home sweet home í boði Mötley Crue
Annars hef ég það gott þó svo að það sé langt síðan ég bloggaði seinast... það fer að síga á seinni hlutann í þessu hjá mér og seinustu verkefnaskilin eru 17. desember í skólanum þannig að ég fer áhyggjulaus inn í jólafríið í kringum 20. des... man ekki hvort það byrji 21. des eða að það sé seinasti dagurinn... skiptir ekki miklu.
Flestar jólagjafirnar voru keyptar í ammeríggunni þannig að ég verð guðsblessunarlega laus við allt búðarráp í næsta mánuði... það eru ein og ein eftir... ekki meira :)
Hlynur fékk alveg æðislega umsögn frá skólanum sínum um daginn og alveg frábært hvað hann er að standa sig vel og hvað hann er klár. Það er líka gaman þegar hlutirnir ganga vel.
Vá... ég er alveg orðlaus núna... ég er búinn að bæta mig svo í vélritunarhraða á síðustu dögum að það hálfa væri nóg... ég er á fullu að klára eitt verkefni fyrir skólann og það er alveg merkilegt hvað maður er fljótur að detta niður í æfingu og hvað maður er fljótur að ná hraðanum upp aftur.
Aldrei að vita nema maður fari að nota msn-ið á fullu aftur...
Lag dagsins er smá retró-fílíngur... Home sweet home í boði Mötley Crue