fimmtudagur, nóvember 01, 2007
I died a little yesterday...
Verð eiginlega að segja frá þessu af því að smá hluti af mér dó í gær... Fór á klósdið... la li la... pissaði... lí lí lí... sturtaði niður... dæ ræ ræ... þvoði mér um hendur... dí rí rí... slökkti ljósið og opnaði hurðina...
HÆ! (Karen stendur fyrir utan klósettið, allt er slökkt, andlit hennar snýr örlítið niður en augun galopin... það er glampi í þeim... geðveikisglampi...)
AAAAHHH!!! Ég öskraði upp og hjartað hrundi niður í buxur! Hjartslátturinn fór úr c.a. 60 slögum á mínútu í 130 slög á mínútu... hnén á mér skulfu, hendurnar titruðu og ég beið... ég beið... ég beið bara eftir því að hún reiddi hnífinn upp fyrir höfuð og myndi stinga mig og stinga mig og stinga mig og stinga mig og stinga mig... ég finn að ég skell á hnén... blóðið gusast út úr maganum á mér, munninum á mér... ég lít upp á hana þar sem glittir í glampann í augum hennar...
Ég hætti að dagdreyma og hætti að vera hræddur við myrkrið... af hverju... spyr ég... hvers vegna viltu myrða mig?!?
Karen krútt fær næstum því tár í augun fyrir að hafa hrætt mig svona... það er reyndar ekki samúðarverkir... heldur en hún að berjast við að halda aftur af hlátrinum... hlátrinum sem er til kominn vegna þess að ég dó... örlítið úr hræðslu. Hún reyndi að faðma mig... til að hughreysta mig (held ég að minnsta kosti eftir að ég gekk úr skugga um að hún væri ekki með hníf í höndunum sem hún ætlaði að nota til að stinga mig í bakið)... ég svaf lítið í nótt... hræddur lá ég í fósturstellingunni í alla nótt og passaði mig á því að sofna ekki... sofna ekki... zZzofnhaa egghi... ZzZzZz VAKNAÐI og var enn á lífi... en ég verð að passa mig héðan í frá...
Án gríns dó ég smá innímér... en ég er hættur að vera hræddur... ætti ég að vera hræddur?
Lag dagsins er The Day I Tried to Live með Soundgarden...
HÆ! (Karen stendur fyrir utan klósettið, allt er slökkt, andlit hennar snýr örlítið niður en augun galopin... það er glampi í þeim... geðveikisglampi...)
AAAAHHH!!! Ég öskraði upp og hjartað hrundi niður í buxur! Hjartslátturinn fór úr c.a. 60 slögum á mínútu í 130 slög á mínútu... hnén á mér skulfu, hendurnar titruðu og ég beið... ég beið... ég beið bara eftir því að hún reiddi hnífinn upp fyrir höfuð og myndi stinga mig og stinga mig og stinga mig og stinga mig og stinga mig... ég finn að ég skell á hnén... blóðið gusast út úr maganum á mér, munninum á mér... ég lít upp á hana þar sem glittir í glampann í augum hennar...
Ég hætti að dagdreyma og hætti að vera hræddur við myrkrið... af hverju... spyr ég... hvers vegna viltu myrða mig?!?
Karen krútt fær næstum því tár í augun fyrir að hafa hrætt mig svona... það er reyndar ekki samúðarverkir... heldur en hún að berjast við að halda aftur af hlátrinum... hlátrinum sem er til kominn vegna þess að ég dó... örlítið úr hræðslu. Hún reyndi að faðma mig... til að hughreysta mig (held ég að minnsta kosti eftir að ég gekk úr skugga um að hún væri ekki með hníf í höndunum sem hún ætlaði að nota til að stinga mig í bakið)... ég svaf lítið í nótt... hræddur lá ég í fósturstellingunni í alla nótt og passaði mig á því að sofna ekki... sofna ekki... zZzofnhaa egghi... ZzZzZz VAKNAÐI og var enn á lífi... en ég verð að passa mig héðan í frá...
Án gríns dó ég smá innímér... en ég er hættur að vera hræddur... ætti ég að vera hræddur?
Lag dagsins er The Day I Tried to Live með Soundgarden...