<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Thank you Paul Kellerman! 

Held að það sé við hæfi að þakka 'Secret Service Special Agent Paul Kellerman, FBI' fyrir smá 'inside' á lyga og líkamstjáningu. Var að horfa á Dr. Phil í dag og þar var 19 ára drengur sem er sakaður um að vera kynferðisafbrotamaður... sem er kannski ekki frásögu færandi nema að þegar Dr. Phil spyr hann hvort að hann sé, eða hafi einhvern tímann verið kynferðisafbrotamaður þá svarar hann því neitandi... Dr. Phil spyr hann hvort að hann sé alveg viss og hvort hann sé að segja satt... þá lítur stráksi örlítið til vinstri á sama tíma og hann svarar. Þegar Dr. Phil býður honum svo að sanna sitt mál með því að taka lygamælispróf þá krossleggur hann hendur og segist vera til í það.
Paul Kellerman sem er persóna í Prison Break var með smá kennslu í einum þættinum um líkamstjáningu þar sem hann vissi að FBI myndi greina myndbandið sem þeir tóku upp. Sem er kannski ekki frásögu færandi en gaurinn er klárlega að krossleggja hendur til þess að fela eitthvað og vernda sig... þetta eru svolítil skemmtileg fræði en samt verður maður að hafa það í huga að hann situr í þætti frammi fyrir milljónum manna sem fylgjast með þættinum...
Í mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélaga um daginn kom fram að einn af kennurunum fór á sérstakt námskeið, alla leið til Texas í BNA, til þess að læra fræði sem ber það skemmtilega heiti Heiðarleikapróf. Það er auðvelt að sjá það hvort að einstaklingur er að segja satt og rétt frá með því að biðja einstaklinginn að skrifa niður atburðarrásina... þetta er svolítið fyndið... og þess virði að testa einhvern tímann :þ
En að öðru leyti bara gott... Hafði það gott í vetrarfríinu þó svo að það hefði verið alveg brjálað að gera... það fer nú að róast hjá manni dagskráin... UM JÓLIN! En svona eridda bara :)
Lag dagsins er Jumpin' Bail með The Fugetives...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?