<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 18, 2007

Babytime!!! 

Jæja, þá getur maður loksins sagt frá þessu... en eins og Karen orðaði það: „...þrátt fyrir að hafa bara farið tvö að sigla um Karabíska hafið þá komum við þrjú heim úr siglingunni“. Við erum semsagt ólétt! Við erum búin að segja öllum nánustu þannig að það er komið að því að láta þig, heimur, vita af þessu líka. Við erum náttúrulega í skýjunum yfir þessu og hrikalega ánægð með að hafa fengið að sjá sprikl og læti í sónar á fimmtudaginn seinasta. Þessi mynd er tekin þaðan:


Þó svo að það sjáist ekki á myndinni þá liggur beibí þarna með krosslagðar fætur og unir sér vel. Gott ef að ég hafi ekki séð glitta í 'Hraungerðisnefið' á einni myndinni sem við fengum.
Við ætlum ekki að fá að vita hvort kynið þetta er af því að við viljum sörpræsið alla leið. Mig dreymir reyndar stelpur núna hægri vinstri... NEI, ekki þannig... bara litlar stelpur... NEI, ÉG MEINA ÞAÐ EKKI HELDUR ÞANNIG! Karen er búið að dreyma fyrir stelpu sem og núverandi og fyrrverandi samstarfsmenn hennar. Það verður gaman að sjá hvort að draumar sjöþúsundníuhundruðfimmtíuogtveggja einstaklinga séu vitlausir! :þ

Talandi um drauma þá held ég reyndar að vinafólk mitt eigi von á barni... grunar það út frá draumi. Ég ætla ekkert að vera með einhverjar blammeringar en bara svo að það sé staðfest með dagsetningu ef ég hef rétt fyrir mér þá tók þetta vinafólk mitt einu sinni á móti dana í heimsókn. Annað þeirra kom hins vegar bara út til Danmerkur í kjölfarið. Þá er það komið á hreint milli mín og þeirra um hvaða fólk ég er að tala.

En annars er bara gott að frétta. Ég er búinn að skila öllum skilaverkefnum í háskólanum þarf bara að bíða í einhverjar þrjár vikur til þess að fá eitthvað út úr því... held að það eigi að koma ágætlega út. Reyndar á ég aðeins eftir að sansa heimasíðu og taka þátt í nokkrum umræðum fyrir föstudaginn en ég fer létt með það.

Svo er loksins eitthvað að frétta af tónlistarmálum hjá mér... ég snerti varla gítar núorðið af því að það er alltaf svo mikið að gera og raddböndin eru orðin laglega þakin köngulóarvef af lítilli notkun. Ég söng reyndar í einu brúðkaupi í vetur en ekkert meira en það. Þannig er mál með vexti að það er búið að búa til band til þess að hita upp fyrir Blúsboltana 30. des. Blúsboltarnir eru að fara að spila á Breiðinni uppá Skaga í 25 skiptið í röð þannig að það er 25 ára afmæli.
Tommi Rúnar, Arnar Sigurgeirs og Sigurþór Þorgils eru búnir að henda í band sem er skipað Arnari á gítar, Ólafur Pétur? (er það rétt hjá mér?) á gítar, Sigurþór á bassa, Davíð Þór Jóns á hljómborð, Orri (úr B.nesi) á trommum og ég syng :) Þetta er þrusu band þó svo ég segi sjálfur frá og verður bara skemmtilegt að taka þátt í þessu. Allir keppnishljóðfæraleikarar þannig að þetta á bókað eftir að verða flott. Við komum kannski í útvarpið (Rúv) 28. des og tökum eitt-tvö lög en ég læt vita af því áður en það gerist...

Allt að gerast!
Lag dagsins er það lag sem er þið eruð með á heilanum í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?