<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 04, 2007

Hlynur 

ég fór á æfingu um seinustu helgi með Hlyni. Hann er að æfa körfu í Borgarnesi og stendur sig bara ágætlega! Ég smellti nokkrum myndum af honum en hann tekur sig vel út í þessu sporti og það er aldrei að vita nema hann verði stjarna seinna.
Það blundaði í mér alla æfinguna að standa alveg við hliðarlínuna og öskra úr mér lungun og lifur við að 'þjálfa' krakkana... ég get nú sagt að ég skilji foreldra sem standa við hliðarlínuna og ausa skömmum og ókvæðisorðum yfir smákrakka sem eru bara að leika sér... en maður verður líka að átta sig á því að maður getur haft stjórn á sér svo að krakkarnir skammist sín ekki og líði illa með 'leikinn'. Ég ætla að passa mig á því að verða ekki þetta foreldri. En hérna eru myndirnar af kappanum:

Hlynur og Hlynur:


Maður verður að vita hvað maður á að gera:

Alveg þráðbeint eftir línunni og þarf ekki einu sinni að horfa á boltann:

Horfir ekki þegar hann sendir boltana "Hey, strákar sjáiði":

Sjá fyrir sér boltann í netinu:

Vörnin í lagi... augun á boltanum:

Hmm... var hann ekki að fara í hina áttina?!?:

Á réttum stað fyrir frákastið:

Flottur gaur!!!:

Vörnin svooooooooo í lagi:

Þetta var bara hörkufjör og strákarnir allir efnilegir og skemmtilegir. Það verður gaman að kíkja aftur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?