<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Arm's length principle - Regla hæfilegrar fjarlægðar 

Sko... það er engin spilling á Íslandi... bara Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki spilling. Þeir bara gera það sem þeim sýnist og treggáfaðir og heilalausir uppvakningar halda áfram að kjósa þau/þá vegna þess að þau kunna bara einn staf... D eins og í Davíð.

Mér finnst alveg merkilegt að þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn skuli finnast þetta alveg sjálfsagt! Að ganga hjá hæfari einstaklingum til þess að koma einum úr sínum röðum að. En það er svosem allt í lagi... þegar þessi skyldleikaræktun Sjálfstæðismanna fer að koma fram í líkamlegri og útlistlegri úrkynjun fer fólk að hugsa sinn gang. Fer að kjósa frjálslynda og FALLEGA fólkið :þ Hmm... bíddu nú við... Er það kannski byrjað? Ekki að ég sé að gefa neitt í skyn...







Regla hæfilegrar fjarlægðar er pæling sem var fyrst tekin í gagnið 1945 í Bretlandi en hugmyndafræðin á bakvið hana er að tryggja að hagsmunaaðilar séu ekki að pota eigin puttum í mikilvæg og viðkvæm málefni en er notuð að miklu leyti hér við fjárveitingar frá ríkinu. Þetta virkar þannig að í stað þess að ríkið sé að eyða púðri og orku í að ákveða hverjir eiga að fá pening úr ríkissjóði til ýmiskonar starfsemi þá eru sérstök ráð sem fagfólk situr í og deilir út peningunum. Reglan er upprunalega pælingin á bakvið við ráðningarnefndir líka svo að pólitískar ráðningar verði ekki að raunveruleika vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar (háttvirtir) eru kannski ekki alveg fólkið sem er fagfólk á sínu sviði... lögfræðingar sem menntamálaráðherrar... krúttlegir og búlduleitir karlar með hrokkið hár að stjórna fjármálunum... og þess vegna eru til nefndir með sérfræðingum sem fara yfir hæfi umsækjenda og koma með tillögur að bestu ráðningunni. En samt sem áður þá tekst fólki oft að ráða vini sína sem hafa hvorki menntun né andlegt hæfi (svo eitthvað sé nefnt) í stöður þar sem hæfara fólk sækir um... það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti sem þetta gerist. En alltaf verður maður jafn hissa... maður verður hissa af því að maður býr í lýðræðisþjóðfélagi... eða hvað?!?

Það versta samt við þetta allt saman er að eina refsingin við þessu er að þessi ráðning sonar Davíðs Oddssonar verður tekin fyrir c.a. tvisvar í Spaugstofunni og svo gert almennilega grín að þessu í áramótaskaupinu næst. Skamm, skamm og vertu svo velkominn í vinnuna Þorsteinn!

Ef það er einhver vísir að 'stelli' undir þér Þorsteinn þá skora ég á þig að hafna þessari stöðu og verða ekki fórnarlamb ein- og skyldleikaræktunar!!!

Hér eru nokkrar áhugaverðar greinar um Arm's length principle hans Chartrands:

Wikipedia

Upprunaleg grein Chartrands

Vísun í Reglu hæfilegrar fjarlægðar hjá Menntamálaráðuneytinu


Lag dagsins er Inbreed með BackDoorBoys

This page is powered by Blogger. Isn't yours?