<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Fall er fararheill... 

vona ég...
Árið byrjar ekki alveg eins og ég vildi... við feðgarnir fórum í sund í dag með stuttri viðkomu í Kappaflingfling sem á eftir að kosta okkur skildinginn. Hlynur opnaði hurðina sín megin og hún fauk upp á næsta bíl. Lagleg rispa kom við þetta á bílinn við hliðina á ökumannshurðina. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina en að hafa samband við eiganda bílsins og láta hann vita af þessu. Konan hans var á honum og kom út til að sjá skemmdina auk þess að taka niður nafn, kennitölu og símanúmer. Man... hefði alveg getað verið laus við eitthvað svona... en ég hugsa að ég hefði aldrei getað stungið af. Sérstaklega vegna þess að Hlynur var með mér og við erum búnir að vera að læra mikið upp á síðkastið um að taka ábyrgð á gerðum sínum... hvort sem þær eru af manns eigin völdum eða einhverju eins og vindi. Þar að auki myndi ég líklegast ekki sofa í nótt. Sef alveg örugglega vel í nótt... sef örugglega minna þegar ég verð rukkaður um sprautun á einu stykki bílhurð. En svona eridda bara stundum. Maður verður bara að vera nægilega mikill maður til að taka því. Ég vona bara að þetta sé ekki vísirinn að því sem koma skal á þessu ári :S

This page is powered by Blogger. Isn't yours?