<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Uppgjör... 

Jólin... kreisí...
Árið... geggjað...
Útrætt!


Neinei, ég segi svona... get ekki farið að koma með einhvern örpistil í byrjun árs. Ég var kominn í jólafrí 21. des og það var dásamlegt. Hlynur kom til okkar 20. des og var hjá okkur fram á Þorlák. Við fórum í margar verslunarferðir saman á einum og sama deginum vegna þess að við kláruðum allar gjafirnar nema 2 á þeim degi. Það er ágætt að vera skipulagður og heppinn líka. Það er náttúrulega ákveðin heppni þegar maður veit bara um eina búð sem selur svona eða hinsegin vöru og þá er til í þeirri búð ákkúrat það sem maður er að leita að.

Þetta voru sannkölluð pakkajól þetta árið eins og í fyrra reyndar en þetta var mun meira núna finnst mér. Ég fékk gjafabréf á ljósmyndaranámskeið svo ég geti nú tekið betri myndir á nýju flottu vélina mína. Mér líst mjög vel á þetta... er búinn að kíkja aðeins á vefinn hjá www.ljosmyndari.is og fólk er mjög ánægt með þessi námskeið og ég er viss um að ég verði það líka.
Ég fékk kúl bindi, A.I.M.S. Gala Concert: One night only - tónleika á DVD, geisladiska með CCR, Deep Purple, dúk, pönnur, ábreiðu, pjéníng og margt fleira! Heppinn!!!

Aðfangadagur jóla var öðruvísi þetta árið þar sem ég var hjá Betu tengdó. Jólin eru náttúrulega ekki eins þegar það eru ekki rjúpur á boðstólnum en þetta var rosa grand hjá tengdó. Rækjukokteill, önd og hamborgarahryggur og ég veit ekki hvað og hvað...

Ég er samt kannski pínu feginn að ég var ekki í pakkaflóðinu á Jörundarholtinu þetta árið... Baltasar tók víst álíka mikið upp á jóladag eins og hann gerði á aðfangadag! En neinei, ég segi svona... þetta var hressandi.

Á jóladag sóttum við Hlyn og skiluðum í ruglveðri... það var svo kreisí að við festumst í hringtorginu á Hvanneyri... ekki það kreisí kannski... við bara endastungumst og ég var var blautur alla leiðina heim frá Hvanneyri í bæinn.

Á öðrum kíktum við Jörundarhyltingarnir á Buff á Breiðinni og það var ekkert smá gaman! Ógeðslega gaman, maniggi neitt!!!

Á þriðja leið mér ekki vel... útrætt!

Á fjórða kom Hlynur aftur og við kíktum í heimsóknir, versla, rakettast og ég veit ekki hvað...

30. des spiluðum við 'Vinir Tomma' á Mörkinni uppá Skaga, við vorum upphitunarband fyrir Blúsboltana sem voru að fagna 20 ára spilaafmæli sínu á Akranesi. Þeir hafa semsagt spilað 30. des á Akanesi í 20 ár samfleytt. Hörku, þrusu, hörku...
Það er því hérmeð komið inn í ævisöguna mína að ég sé búinn að gigga með Rúnari Júl...

Hann er stórskemmtilegur kallinn... hann var spurður að því hvort að hann væri búinn að stilla, þegar ég stóð við hliðina á honum baksviðs og hann svaraði um hæl: „nei, elskan mín, ég er ekki búinn... ég er búinn að vera að stilla síðan '63!“ Snillingur!
Þetta var samt heví gaman... þétt bandið hjá okkur og stórskemmtileg stemning. Við vorum meira að segja klappaðir upp nokkrum sinnum og allt... stálum þönderinu!

Gamlársdagurinn fór að vanda í gálsbröns... sem er skrýtin stytting af gamlársdagsbrunch og við fengum fullt af frábæru fólki í heimsókn. Ógisslah gaman en það þarf að setja þrengri tímamörk á kvikindið svo að maður geti hreinlega lagt sig eftir þessi átök fyrir átök kvöldsins. Karen herforingi massaði þetta alveg og ég sá bara um eitthvað smotterí...

Gamlárskvöldinu var eytt uppá Skaga. Það var reyndar óvenjulítið um sprengingar í Litlu Beirút þetta árið sökum veðurs... ég fann það bara sjálfur... keypti helmingi minna og á ennþá helminginn af því eftir.

Hlynur krúttí... hann var að kveikja á einum flugelda þegar kviknaði í þráðinum og hann byrjaði að hörfa. Þá hljóp hann á steininn sem er undir fánastönginni í garðinum á Jörundarholtinu og meiddi sig á sköflungnum. Hann harkaði það af sér eftir smá stund og þegar hann var klár í að halda áfram þá sagði ég við hann að hann yrði að vita hvert hann væri að fara þegar hann væri búinn að kveikja í. Hann fattaði það og skoðaði vel hvert hann ætlaði að fara þegar hann væri búinn að kveikja í næsta flugeld. Svo kveikti hann í og hljóp svo eitthvað í blindi í burtu og endaði með því að rispa sig á kinninni þegar hann hljóp utan í runnann í garðinum... greyið... ekki sáttur við þetta allt saman.

Nýja árið fór bara í tsjill framan af, óhapp, sund... og svo bara meira tsjill... skólinn er byrjaður og það virðist ekkert lát vera á því að krakkarnir séu óþekkir, ja eða bara illa upp aldnir... að fólk skuli láta börnin svona frá sér er mér algjör ráðgáta! Neinei... ég var nú ekki barnanna bestur... en ef það var eitthvað þá trúði mamma því upp á okkur og við lærðum fljótt að reyna ekkert að ljúga... eða fá hana til að kóa með okkur í ruglinu... þessir krakkar verða bara aumingjar í lífinu ef þau þurfa aldrei að þurfa að takast á við afleiðingar gjörða sinna!

Skólinn fer svo að byrja hjá mér (H.Í.) og það verður bara gaman held ég...

En þetta er nóg í bili... heyri í ykkur fljótlega.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?