<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 15, 2008

Alveg hreint magnað!!! 

Jæja fólk... langt síðan ég hef bloggað. Fyndið samt hvað maður hefur alltaf eitthvað mikið að segja en svo líður einn dagur og einn í viðbót og þetta týnist í amstri dagsins.
Eitt gott samt... frosthörkunni er lokið í bili. Ég sótti Hlyn frosthelgina miklu og smellti þá þessari mynd af hitamælinum í bílnum... myndin er ekki skýr en ef þið rýnið í þetta þá sjáiði að það er -14°C úti. Sem er alveg hreint magnað!

Svo er Hlynur alltaf jafn flottur gaur... það er líka alveg hreint magnað!

Ég tók þessa mynd ef snjóhamfarirnar sem urðu til þess að ég hætti að fara í ræktina. 20 mínútna rugl við að losa bílinn úr bílastæðinu og botnlanganum okkar. Alveg hreint magnað!

Daginn eftir snjóstorm dauðans fórum við í sónar. Við fengum að sjá aðalæðarnar 3 í fylgjunni, tvö nýru og nýrnaskálarnar, vökva í maga og þvagblöðru sem segir að nýrun og kerfið virkar rétt. Við sáum einnig 4 hólf í hjartanu, eðlilega línu sem skilur að heilahvelin, heila efri vör og það sem mestu skiptir... 10 puttar og 10 tær. Hérna sést í 5 tásur og Karen er búin að eigna sér þær...

Beibíið litla var með naflastrenginn klemdann á milli lappanna þannig að þó svo að við hefðum viljað vita hvort kynið það væri þá var ekki nokkur leið til þess... sem er allt í lagi. Þetta verður annað hvort og ég er sáttur með annað hvort. Ég var búinn að ætla krílinu Hraungerðisnefið fræga en það eru eitthvað skiptar skoðanir á því. En að öðru leyti var þetta alveg magnað!

Svo eru kannski helstu mál líðandi stundar... og þá er ég ekki að tala um X-D fíaskóið... mér finnst reyndar frábært hvað þetta fólk úr öllum flokkum er tilbúið til þess að sólunda almannafé í eitthvað svona rugl. Að vera með einhverjar hallarbyltingar en þetta er orðið að einhverjum skrípaleik og sannast hérmeð endanlega að alþingismenn og konur, flokksfólk og ráðamenn þjóðarinnar eru leikarar í stærsta leikhúsi okkar Íslendinganna. Verst að það er alltaf einhver helvítis aumingjadramatík hjá þessu pakki. Alveg magnað!

Hápunkturinn er samt alveg að Karen er algjörlega mögnuð kærasta og hugmyndarflugið hjá henni er alveg stórkostlegt! Þegar ég hélt að ég væri farinn að þekkja hana eitthvað þá snýr hún sér 360° og kemur mér svona líka þvílíkt á óvart! :þ Ég er semsagt búinn að fá helminginn af afmælisgjöfinni minni (en ég verð þrítugur (30 ÁRA) 20. apríl) og það er hvorki meira né minna en helgarferð+hótel í Stokkhólmi (Svíþjóð, ekki Stykk, Ísl) og miði á tónleika með THE EAGLES!!! Geri aðrir betur! Þetta er svo magnað að ég er búinn að vera að kæla mig niður í nokkra daga við tilhugsunina um þetta! Þá bætast við enn einir tónleikar í ævisöguna og það með einu flottasta bandi fyrri og seinni tíma og að hugsa sér allt þetta með elskunni sinni. Alveg eins magnað og það verður.

En svona í lokin þá er ég búinn að ganga frá sal þannig að ég get haldið almennilega upp á afmælið með fjölskyldu og vinum... bara svo að mamma hætti að svitna ;) En mamma... þér er boðið.
Lag dagsins er Day after Day með Badfinger

This page is powered by Blogger. Isn't yours?