laugardagur, mars 01, 2008
Afmælisgaur!
Hlynur Björn Ólason er 9 ára í dag. Í tilefni dagsins var haldið upp á daginn með pompi og prakt! Fjöldi gesta kíktu við í dag og tættu í sig brauðrétt, camouflage-köku, súkkulaðiklessukökur og fleira. Hlynur fékk helling af gjöfum; Legó-starwars, camouflage-úlpu, buxur, skó og fleira. Gestirnir voru svo í kvöldmat líka en afmælisdrengurinn vildi fá læri í afmælismatinn... sumir voru nú reyndar enn fullir af hermannaköku en lengi má bæta við ;)
Hérna eru myndir af Hlyni afmælisgaur sem mældist heilir 138 cm á hæð í morgun... ekki nema 12 sentimetrar í að mega sitja löglega frammí í bíl :þ
Að blása upp blöðru er góð skemmtun... nema stundum.
Pabbi er nú enginn Jói Fel en með mismiklu af grænum matarlit er hægt að gera kraftaverk :þ

Það er gott að skella sér í hlýja úlpu þegar maður er búinn að vera að hamast úti í snjónum og kuldanum.

Lag dagsins er að sjálfsögðu Birthday með The Beatles
Hérna eru myndir af Hlyni afmælisgaur sem mældist heilir 138 cm á hæð í morgun... ekki nema 12 sentimetrar í að mega sitja löglega frammí í bíl :þ
Að blása upp blöðru er góð skemmtun... nema stundum.

Pabbi er nú enginn Jói Fel en með mismiklu af grænum matarlit er hægt að gera kraftaverk :þ

Það er gott að skella sér í hlýja úlpu þegar maður er búinn að vera að hamast úti í snjónum og kuldanum.

Lag dagsins er að sjálfsögðu Birthday með The Beatles