<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 26, 2008

FFFFFFLottur gaur! 

Hlynur beibígaur var í stóru hlutverki á árshátíð GBF á þriðjudaginn seinasta. Hann lék Salmonellu, vonda stjúpsystur Öskubusku í uppfærslu bekkjasystkina sinna á leikritinu „Öskubuska gerir uppreisn“. Alveg hreint brillíjant leikrit, skemmtilegt, fyndið og krúttlegt! Oddur leiklistarkennarinn þeirra er að gera alveg frábæra hluti með þessa krakka þarna... mjög kúl!

Við Karen kíktum á hann en stoppuðum stutt af því að Karen var í miðju heimaprófi þannig að við sáum leiksigur Hlyns og félaga og brunuðum svo aftur í bæinn. Það var annars mjög flott prógramm hjá krökkunum og skemmtilegt að sjá svona mikla leikgleði :)
Ég sótti Hlyn svo á miðvikudaginn og við fórum í afmælismat til Nínu frænku sem varð 13 ára gömul 16. apríl síðastliðinn. Til hamingju aftur Nína!

Aggi varð ennþá eldri að eigin sögn 18. apríl síðastliðinn og ég færðist yfir á fertugsaldurinn þann 20. apríl. Ég er ekkert bitur eða sár yfir því... fagna hverju árinu sem maður er á lífi og hefur limi og 'sans' í lagi...

En í gær var sumardagurinn fyrsti og þá var vel við hæfi að Hlynur fengi hjól í sumargjöf svo að við feðgarnir getum nú farið að hjóla eins og brjálæðingar í sumar.

Annars eru hérna nokkrar myndir frá seinustu dögum ykkur til yndisauka... Gleðilegt sumar pípol!







This page is powered by Blogger. Isn't yours?