<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Long time no write... out of Eden 

Jæja beibís... það er orðið langt síðan seinast. En ég er búinn að trassa þetta allt of lengi þannig að ég ætla að bæta fyrir það núna.


Mamma átti afmæli um daginn og það var hressandi að skella sér uppá Skaga í mat til þess að fagna þeim áfanga. Mamma og Þórður voru reyndar tiltölulega nýkomin heim frá Prag þó svo að það hafi ekki truflað matarlystina hjá neinum.


Við fórum í hálfgerðan páskamat hjá Helgu og Alex vegna þess að gamla settið var úti og maður er bara ekki enn kominn í pakkann að sansa páskasteikina sjálfur... geri það næst (ef það verður ekki í boði að fara í mat annars staðar :þ ).


Annars er það toppurinn á tilverunni þegar við fórum til Svíþjóðar. Karen gaf mér ferð til Svíþjóðar og miða á tónleika með The Eagles í þrítugsafmælisgjöf. Þetta var ótrúlega flott gjöf og ég ætla aðeins að segja ykkur fráissu:




Við fórum út á fimmtudagsmorgni og Atli bró kom með okkur. Við vorum á æðislegu nýju hóteli sem opnaði í október í fyrra. Alveg glænýtt! Herbergin og öll aðstaða til fyrirmyndar. Alveg spurning hvort maður fari ekki þangað aftur ef maður skyldi skella sér til Svíþjóðar aftur. Þjónustan góð og morgunverðahlaðborðið mjög flott, vantaði reyndar ísskáp/minibar á herbergið en það er allt í lagi.


Við fórum í Vasa-safnið til að skoða eldgamalt skip sem sökk eins og steinn í jómfrúarferðinni og var bjargað af hafsbotni á síðustu öld. Ótrúlega vel varðveitt og það var meira að segja verið að vinna í endurbótum þegar við vorum að skoða það. Heví stórt og heví spes. Við Atli tökum góðan labbitúr til þess að redda hlífinni á mótorhjólið hans Dofra, Karen labbaði yfir Stokkhólm þveran til þess að komast í apótek, eyddum formúgu í H&M og hittum Hönnu vinkonu Karenar.


Allt saman mjög gaman og skemmtilegt þó svo að við A-týpurnar höfum þurft að halda verulega aftur af okkur út af óléttu mamazitunni :) Sem var í góðu lagi... maður var bara betur hvíldur fyrir vikið. Á laugardagskvöldinu var samt aðaldæmið... tónleikarnir með The Eagles.





Eins og sést ekki á þessari mynd sátum við aftarlega í Globen og ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem hljómsveitin er svona langt í burtu en það var allt í lagi. Sándið var ótrúlega flott á tónleikunum þó svo að það hafi verið heldur lágt fyrir hlé. Kallarnir voru líka bara í geðveiku formi og flottir á hljóðfærin og raddirnar vel tjúnaðar. Þeir spiluðu alveg í 3 tíma og það kom mér verulega á óvart. Mér fannst verst við þetta að 'nýji gaurinn': Steuart Smith, sem er btw alveg þvílíkt góður gítarleikari og flottur söngvari en hann er að spila of mikið af sólóunum þeirra. Þetta eru allt saman gítarsóló sem hafa elst ótrúlega vel í gegnum tíðina og það er svolítið leiðinlegt að þeir séu ekki sjálfir að taka þau. Getur verið að hann sé að taka sólóin sem Don Felder spilaði (hann er ekki lengur í The Eagles út af málaferlum... en hann er höfundurinn af Hotel California laginu og goðsagnakennda sólóinu í því lagi). En það er alveg sama... ég hefði hugsanlega verið með meiri fordóma gagnvart Steuart hefði ég vitað að hann er gaurinn sem var ráðinn inn í bandið eftir að málaferlin fóru í gang og eitthvað svona... en það er bara ekki hægt að neita því að hann er topp gítarleikar og hann er ekkert að stela þönderinu þeirra þannig að maður kvartar ekkert...


Eitt það skemmtilegasta við þessa tónleika var að þeir tóku tvö lög sem eru í eigu 'The James Gang', hljómsveitar sem Joe Walsh var í áður en hann byrjaði í The Eagles. Þessi tvö lög eru: Funk #49 og Walk away. Annars tóku þeir held ég alla nýju plötuna. Byrjuðu á How long og Busy being fabulous og tóku svo ógeðslega mikið af lögum eins og t.d.:


Already gone, Desperado, Heartache tonight, Life in the fast lane, Lyin' eyes, One of these nights, Take it easy, Take it to the limit, Tequila sunrise, The long run, Witchy woman og að sjálfsögðu Hotel California. Þetta var alveg hreint geðveikt! Bara að sjá þessa kalla var alveg frábært og þeir flottir og í fínu formi. Geggjað líka að sjá band svona á hátindinum, vel æfða og að hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Ég tók reyndar eftir því að þeir eru búnir að lækka Hotel California um heiltón, þ.e. lagið er upprunalega í Bjé-Moll en þarna spiluðu þeir það í A-Moll. Grundvallarbreytingin er sú að þeir eru ekki að taka sömu útgáfu og þeir gerðu á Hell freezes over tónleikunum en í staðinn er einn gaur með þeim sem spilar intróið að laginu á trompet í svona El Mariachi-style sem var mjög flott. Fannst í smá stund eins og ég væri að horfa á Quentin Tarantino mynd :þ En á heildina litið mjög flottir og eftirminnilegir tónleikar... ekki bara af því að þeir voru ammælis... heldur raðast alveg uppi í topp5-6 sem ég farið á.


Yfir í eitthvað allt annað... þá fórum við í þrívíddarsónar um daginn og það var ótrúlega frábært! Við fengum rúmlega 50 myndir, 2 útprentaðar og 5 vídeó. Þetta er alveg geggjuð tækni og það var mjög hressandi að sjá beibí brosa :) Set hérna uppáhaldsmyndirnar úr sónarnum:


Beibí:
Sleepahh:


Passamyndin:

Tásur-hjá-andliti tæknin:

Lag dagsins er hiklaust Funk #49 með The James Gang


This page is powered by Blogger. Isn't yours?