<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 06, 2008

Nervósa rekkósus... 

Dúndurfréttatónleikarnir+Ken Hensley+Eiki Hauks voru svoooooo flottir tónleikar að ég er eiginlega búinn að vera orðlaus í viku!!! Ég var alveg dofinn í eyrunum daginn eftir og allt! Þetta er samt svo það sem er málið í þessu og það er alveg frábært að hafa ennþá tækifæri til þess að sjá þessa gömlu rokkhunda og í svona góðu formi... Hérna er Ken Hensley að munda gítarinn fyrir eitt af lögunum sem hann samdi á meðan hann var í Uriah Heep:


Dúndurfréttir spiluðu Purple+Zeppelin fyrir hlé og þeir voru svo fantaþéttir að maður hefur sjaldan heyrt þá í svona góðu formi en eftir hlé komu Ken Hensley og Eiki Hauks fram og skiptu erindunum úr Uriah Heep lögunum bróðurlega á milli sín. Þeir byrjuðu á Stealin' og tóku svo hittara eins og Circle of hands og The wizard, Lady in black, July morning, Gipsy auk nokkurra nýrra laga frá Hensley. Þetta var ótrúlega magnað allt saman og það er alveg frábært hvað Dúndurfréttir eru góðir í að radda... það gerir svo ótrúlega mikið fyrir lögin sem þeir eru að spila. En í alla staði alveg hreint frábærir tónleikar þar sem Einar gítarleikari fór hamförum á gítarinn.

En að titli bloggsins þá er ég pínu taugabrak ákkúrat núna... klukkan 10:15 verða teknir úr mér hálskirtlarnir og Karen er ekki beint búin að fegra þessa aðgerð... ég fékk mikið hitakast á sunnudagskvöldið og í gærmorgun og kirtlarnir eru svo stokkbólgnir að það þrengir virkilega að í hálsinum. Háls, nef og eyrnalæknirinn sannfærði mig reyndar um að hroturnar mínar myndu minnka eftir þessa aðgerð en ég sagði honum að ég væri ekki viss um að það væri alveg það sniðugasta því að hroturnar eru einmitt vögguvísa í hennar eyrum og hún ætti þá kannski erfitt með að sofna í kjölfarið... Karen ætlar að reyna að aðlagast... en framundan eru semsagt 7-10 dagar af klakavatni og frostpinnum og heilhveitis sársauka... þannig að viljið þið vinsamlegast senda mér góða og jákvæða strauma... í þeink æm góna níd itt!
Læt ykkur vita hvernig þetta fer...
Lag dagsins er Pain & pleasure með Judas Priest

This page is powered by Blogger. Isn't yours?